Það vakti athygli margra fyrr í vetur þegar Pétur Ingvarsson, þjálfari meistaraflokks karla, skellti tveimur ungum og efnilegum pjökkum í byrjunarlið Haukaliðsins þegar aðalbakvörður liðsins, Sævar Ingi Haraldsson, brá sér í frí. Það má með sanni segja að þessir tveir hafi svarað kallinu því frammistaða þeirra á dansgólfinu hefur verið hreint út sagt til fyrirmyndar. […]