Enn sigrar Heimir á skákæfingu!

Heimir Ásgeirsson sigraði enn einu sinni á skákæfingu sem haldin var síðastliðið þriðjudagskvöld. Þátttakendur voru 13 og var mótið nokkuð þétt að þessu sinni. Gaman var að sjá þá Lárus Knútsson, Sigga P. og Stefán Frey mæta og yrði enn meira gaman að sjá þá oftar í nánustu framtíð. Þá hefur Grímur undanfarnar vikur sýnt […]

Stórmeistari til liðs við Hauka!!1

Stórmeistarinn Jaan Ehlvest (2631) hefur gengið til liðs við Skákdeild Hauka. Ehlvest er íslendingum að góðum kunnur og er ekki að spyrja að því að hann er mikill fengur fyrir Skákdeild Hauka. Við bjóðum Jaan Ehlvest hjartanlega velkominn í Hauka.

Búið að draga um töfluröð!

Búið er að draga um töfluröð á Íslandsmóti skákfélaga, sem fram fer helgina 19-21.nóvember. Við erum nr.2 í töflunni í 2.deild og fáum Bolvíkinga, eina af verðugustu andstæðingunum, strax í fyrstu umferð. Prógrammið er annars eftirfarandi. Fyrir jól: 1. umf. Bolungarvík (H) 2. — Akranes (S) 3. — Kópavogur (H) 4. — Reykjanesbær (H) Eftir […]

Sverrir og Svanberg á HM Ungmenna!

Þeir Sverrir Þorgeirsson og Svanberg Már Pálsson munu dagana 3-14 nóvember keppa á HM ungmenna sem fram fer á Krít. Við munum reyna að segja fréttir þegar þær berast. Gangi ykkur vel strákar!!!!!!!!!

Skákæfing 2.nóvember 2004

Heimir vann mjög sannfærandi sigur á skákæfingunni í gærkveldi. Þátttaka var frekar dræm miðað við undanfarna þriðjudaga. Aðeins 10 manns létu sjá sig, sem þykir nú ansi fámennt á mælikvarða okkar Haukamanna. Tefld var tvöföld umferð, allir við alla. Heimir byrjaði mótið af krafti og vann hverja skákina á fætur annarri á meðan hans helstu […]

Skákæfing 26/10.

Akureyringurinn Arnar Þorsteinsson kom sá og sigraði á skákæfingu sem fram fór nú fyrr í kvöld. Gaman var að sjá hversu margir lögðu leið sína á Ásvelli að þessu sinni, en 22 skákmenn tóku þátt. Vegna efa um að allir næðu að tefla við alla, var gripið til þess ráðs að tefla 2×9 umferðir eftir […]

Skákæfing 19/10.

Heimir sigraði nokkuð örugglega á skákæfingu sem haldin var þann 19/10 sl. Þátttakendur voru 17 og hlaut Heimir 14,5 vinning. Lokastaðan varð annars eftirfarandi: 1. Heimir Ásgeirsson 14,5 af 16. 2. Þorvarður Fannar 13,5 3. Gísli Á. 12 4. Sveinn Arnarsson 11,5 5-7. Jón Magnússon Grímur Ársælsson Auðbergur 10,5 8-9 Ingi Tandri Magnús Kristinsson 9 […]

Úrslit 2 unglingaæfingar

Á 2. æfingu vetrarins sem var í september var haldið æfingamót sem hugsað var til að sjá hvernig krakkarnir stæðu. Úrslit urðu eftirfarandi: Place Name Score M-Buch. 1-3 Davíð Reginsson, 4 6.0 Darri Tryggvason, 4 4.5 Hans Adolf Linnet, 4 4.5 4-9 Arnór Ingi Björnsson, 3 7.0 Steindór Bragason, 3 7.0 Emil Stefánsson, 3 6.0 […]

Sverrir meðal efstu manna

Alls eru 6 krakkar og unglingar úr Haukum á Íslandsmóti Drengja og Stúlkna sem haldið er nú um helgina. Mótið er mjög fjölmennt og eru alls 70 krakkar með. Sverrir Þorgeirsson er meðal efstu manna með 4 vinninga af 5 mögulegum nú þegar mótið er rúmlega hálfnað. aðrir eru Kristján Ari Sigurðsson 3 v. Davíð […]

Að loknu haustmóti T.R.

Nokkrir vaskir Haukamenn tóku þátt í haustmóti T.R. sem lauk fyrir skömmu. Í upphafi var útlit fyrir það að auk undirritaðs myndu þeir Heimir og Sverrir Örn tefla í B-flokki. Á síðustu stundu var Heimir, sem er hæstur okkar á stigum, færður upp í A-flokk, vegna forfalla þar. Þrátt fyrir að vera stigalægstur í A-flokki […]