Heimir sýndi fádæma yfirburði þegar hann vann æfinguna í gærkveldi með fullu húsi! Jón Magnússon sigldi lygnan sjó í öðru sæti, en þeir félagar Svenni, Ingi, og Snorri háðu harða keppni um það þriðja. Einnig er vert að minnast á góða frammistöðu Geirs Guðbrandssonar, eins ungu strákanna okkar, en hann hlaut rúmlega þriðjung mögulegra vinninga. […]