Tap gegn Njarðvík

Það var sprækt lið Njarðvíkur sem að sigraði leik Njarðvíkur og Hauka í IE-deildinni í gærkvöld 107-91. Leikurinn var jafn framan af en undir lok annars leikhluta tóku Njarðvíkingar öll völd á vellinum með Cameron Echols fremstan í flokki og annað tap Hauka í röð staðreynd. Fyrirfram var búist við hörku leika enda liðin áþekk […]

Haukar mæta Njarðvík í kvöld

Baráttan heldur áfram í IE-deild karla en í kvöld halda Haukamenn til Njarðvíkur og etja kappi við heimamenn. Haukar áttu fínan leik gegn Snæfelli í fyrstu umferðinni á föstudaginn og voru í raun klaufar að sigra ekki þann leik. Njarðvík fór vel af stað og sigraði Val mjög svo örugglega. Leikurinn hefst kl. 19:15 í […]

Gott Haukalið áttu tvö stig skilið í kvöld

Strákarnir hófu tímabilið í kvöld í Iceland Express-deildinni í körfubolta þegar þeir tóku á móti Snæfelli frá Stykkishólmi. Leikurinn var hin mesta skemmtun en mikil spenna var í leiknum og t.a.m. skiptust liðin 21 sinnu á forustunni. Eftir frábæran leik féll sigurinn ekki með okkar mönnum sem máttu þola ósanngjarnt tap. Lokatölur leiksins voru 89-93 […]

IE-deild karla á morgun

Lætin í Iceland Express deild karla hefjast á morgun fyrir Haukaliðið þegar að Snæfell kemur í heimsókn. Liðin mættust síðast í 8 liða úrslitum deildarinnar á síðustu leiktíð þar sem að Snæfell hafði betur og hélt áfram í undanúrslit. Leikurinn hefst eins og venja er kl. 19:15 og leikstaðurinn er Ásvellir. Grillið verður rifið fram […]

Mike ekki með Haukum í vetur

Mike Ringgold mun ekki leika með Haukaliðinu í Iceland Express deildinni í vetur en stjórn kkd. Hauka ákvað að rifta samningi hans. Mike er þó ekki horfinn úr Iceland Express deildinni þar sem að Þór Þorl. mun nýta krafta hans í stað Hauka. Mike kom til Hauka í byrjun september og spilaði með liðinu í […]

IE-deild kvenna hefst á morgun

Þá er loksins komið að því, fyrsti heimaleikur kvennaliðs Hauka í Iceland Express deildinni fer fram á morgun miðvikudaginn 12. október kl. 19:15 þegar að Njarðvík kemur í heimsókn á Ásvelli. Stúlkurnar hafa verið ósigrandi á undirbúningtímabilinu og unnið bæði Ljósanæturmótið í Reykjanesbæ og Lengjubikarinn með stæl. Í hálfleik mun rúlla leikmannakynning og viðtal við […]

Elam Hope gengur í raðir Hauka

Haukar hafa styrkt sig enn frekar fyrir komandi átök í Iceland Express deild kvenna en Elam Hope, bandaríska stúlka, mun spila með liðinu í vetur.  Hope kemur frá hinum sögufræga háskóla Indiana State og er yfir 180 cm á hæð. Hún mun því að mestu leiti leika sem miðherji en hún er einnig ágætis skytta […]

Lengjubikarmeistarar

Haukastúlkur unnu fyrsta titil vetrarins þegar liðið vann tveggja stiga sigur á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur, 63-61, í úrslitum Lengjubikars kvenna í körfubolta sem fram fór í Grafarvoginum í gær. Þetta er í þriðja sinn sem kvennalið Hauka sigrar í fyrirtækjabikar KKÍ en stelpurnar unnu þessa keppni einnig árin 2005 og 2006. Jence Rhoads átti […]