Veist þú svarið?

Nú styttist í leik Hauka og FSu sem fer fram á föstudaginn í Schenker-höllinni kl. 19:15. Að leik loknum fer fram Pub Quiz upp á palli og við ríðum á vaðið með fyrstu spurninguna sem gæti fært þínu liði auka stig fyrir rétt svar. Svarið við spurningunni mun koma í ljós á föstudaginn.  

Fjör á Actavísmóti um helgina

ACTAVÍSMÓT 2013 Mikil leikgleði leikmanna og ánægja aðstandendna keppenda á árlegu Actavísmót Körfuknattleiksdeildar Hauka stendur upp úr eftir Actavísmótið  sem haldið var í 9 sinn um helgina í DB Shenkerhöllinni að Ásvöllum!   Eins og undanfarin ár var mjög góð þátttaka á mótinu í ár en 92 lið mættu til keppni, með á fimmta hundrað […]

Haukar upp fyrir Hött í töflunni

Haukar unnu góðan sigur á Hetti frá Egilsstöðum á föstudaginn síðastliðin og lyftu sér upp fyrir Hött í töflunni. Haukar sitja nú í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Hamri sem tapaði fyrir FSu. Næstu leikir Hauka eru einmitt gegn FSu og Hamri og því geta strákarnir styrkt stöðu sína enn frekar með góðum […]

Líf og fjör á Actavísmóti

Mikið fjör var á fyrri degi Actavísmótsins í dag. Fjölmargir keppendur voru mættir til leiks en í dag voru strákarnir að keppa. Stelpurnar spila á morgun. Rúmlega 90 lið eru skráð til keppni  sem spila á 6 völlum í einu. Allir keppendur fegnu verðlaunapening og gjöf frá Actavís áður en halið var heim á leið […]

Reykjanes þrenna – Njarðvík lagt með yfirburðum í kvöld

Njarðvík komu í heimsókn í kvöld og voru þær þriðja liðið sem Haukar mæta af Reykjanesinu í undanförnum þremur leikjum. Allt sigrar og Njarðvík fékk stærstann skellinn, 29 stiga munur, 86-57. Mögnuð byrjun á leiknum þar sem Njarðvík voru keyrðar í kaf 21-6 og svo kláruðu þær leikinn með stæl með því að vinna fjórða […]

Actavismótið hefst á laugardaginn

Actavismótið í körfubolta verður núna um helgina og hefjast fyrstu leikir kl. 9:00 á laugardaginn. Mótið hefur verið vel sótt undanfarin ár og verður engin breyting á. Leikjaplanið fyrir helgina má finna hérna. Laugardagur Sunnudagur 

Keflavík slátrað í gamla sláturhúsinu

Haukar heimsóttu Keflavík í dag í 15. umferð Dominosdeildar kvenna og höfðu sanngjarnan 61-73 sigur upp úr krafsinu. Ekki var að sjá á stelpunum að þær hafi misst sig í hátíðarmatnum í jólafríinu en það sama er ekki hægt að segja um Keflavík sem spilaði ekki sína frægu pressu allan leikinn eins og þær eru […]

Terrence Watson semur við Hauka

Haukar gengu í kvöld frá samningi við Terrence Watson um að leika með Haukum til enda leiktíðar. Terrence spilaði á síðasta tímabili með Skagamönnum og þótti standa sig afburða vel bæði innan sem utan vallar en hann var spilandi þjálfari liðs Skagamanna á síðustu leiktíð. Eins og kunnugt er voru Skagamenn í hörkubaráttu á liðnu […]

Tölfræðitröllið á RÚV

Í íslenska boltanum síðastliðið mánudagskvöld var umfjöllun um leik Hauka og Njarðvíkur í Domino´s deild kvenna. Rætt var við þjálfara og leikmenn. Einnig var rætt við tölfræðitröllið Ásgeir Einarsson sem sér um beina tölfræðilýsingu á heimaleikjum Hauka. Ási hefur undanfarin ár séð um tölfræðina hjá Haukum og er hokin af reynslu þrátt fyrir ungan aldur. […]

Umfjöllun um Brynjar Brynjarsson á Facebook síðu KKÍ

Brynjar Brynjarsson er í brennidepli á Facebook síðu KKÍ. Brynjar sem er einn efnilegasti leikmaður Hauka frá upphafi stjórnar nú Marshall Community College í bandaríkjunum við góðan orðstír. Brynjar, sem er 37 ára, lék með Haukum til 16 ára aldurs þegar hann fór til Bandaríkjanna til að spila körfubolta. Hann kláraði leikmannaferilinn í Bandaríkjunum og […]