Metþátttaka á Actavísmóti

Actavísmótið fór fram um liðna helgi í DB Shenkerhöllinni að Ásvöllum. Mótið  sem í ár var haldið í 10 sinn var með metþáttöku þar sem 120 lið mættu til leiks! Mikil leikgleði leikmanna og ánægja aðstandendna keppenda stendur upp úr eftir ánægjulega körfuboltahelgi í Hafnarfiðinum. Eins og undanfarin ár var mjög góð þátttaka á mótinu […]

Haukastúlkur óstöðvandi

Haukar eru sjóðandi heitar þessa daganna og í kvöld varð Grindavík nýjasta fórnarlamb þeirra er þær kafsigldu þær 92-67. Þær eru núna búnar að vinna þrjá leiki í röð með 24 stiga mun að meðaltali. Margrét Rósa Hálfdanardóttir var stórkostleg í fyrsta leikhlutanum og skoraði hún 18 stig og var með 100% skotnýtingu! Hún hafði þó […]

Íris mætt til leiks á ný

Íris Sverrisdóttir verður með í hóp á morgun gegn Grindavík en hún er búinn að vera fjarverandi seinast liðna þrjá leiki (Hamar, Keflavík og Njarðvík). Hún eyddi jólunum með fjölskyldunni í Flórída og var alltaf fyrirséð að hún myndi missa af leikjunum gegn Hamri og Keflavík vegna ferðarinnar. Hins vegar lenti hún og fjölskyldan í […]

Valur – Haukar í kvöld kl. 19:15

Fyrsti leikur hjá drengjunum í Dominos deildinni á nýju ári verður háður í kvöld á Hlíðarenda gegn Val og hefst hann kl. 19:15. Strákarnir hafa æft vel síðustu vikur eftir að hafa tekið sér gott frí fyrir jólin og ættu að mæta ferskir til leiks. Haukar eru núna í  5. sæti Dominos deildarinnar með 6 […]

Haukar halda áfram á sigurbraut, 9-1 í seinustu 10 leikjum

Haukastúlkur fengu loksins afhenda nýju búningana sína í dag og voru þær svo ánægðar með það að þær splæstu í 22 stiga sigur og meiriháttar frammistöðu frá hverjum og einum leikmanni. Njarðvík áttu aldrei séns og lokatölur leiksins 64-86. Lele Hardy átti tröllaleik að venju og Margrét Rósa, Gunnhildur og Lovísa með um eða yfir […]

Domino’s deild karla hefst aftur á morgun

Boltinn fer aftur af stað í Domino‘s deild karla á morgun fimmtudag þegar Haukar mæta systrafélaginu Val í Vodafone-höllinni. Haukaliðið kom skemmtilega á óvart í fyrri hluta tímabilsins og luku leik fyrir ofan miðja deild, eða í 5. sæti.  Liðið hefur nú þegar jafnað árangurinn frá því tímabilið 2011-2012, þegar liðið spilaði síðast í efstu […]

Lele Hardy besti leikmaður fyrrihluta Dominosdeildarinnar 2013-2014

Í dag veitti KKÍ viðurkenningar fyrir afreksfólk deildarinnar á fyrri hluta tímabilsins í Dominosdeild karla og kvenna.Veitt voru verðlaun fyrir Dugnaðarforkinn, besta þjálfarann, besta leikmanninn og svo var valið í úrvalslið.Lele Hardy var valin í úrvalslið kvenna og sem besti leikmaðurinn. Haukar.is er gríðarlega stolt af Hardy og óska henni innilega til hamingju með viðurkenninguna.Hún […]

Haukastúlkur byrja nýja árið í öðru sæti

Haukastúlkur áttu góðan leik í kvöld þar sem að þær fóru illa með Keflavík í 85-59 og komu sér þar með í annað sætið í deildinni. Stelpurnar á blússandi siglingu með 8 sigra í seinustu 10 leikjum. Skemmtilegt atvik átti sér stað í öðrum leikhluta þegar Haukar áttu innkast undir körfunni sem Margrét Rósa Hálfdanardóttir […]

Haukar – Keflavík á sunnudaginn

Fyrsti leikur á árinu 2014 hjá stúlkunum í mfl. kvenna í Dominósdeildinni verður háður á Ásvöllum á sunnudaginn kl. 19:15. Um toppleik er að ræða því Keflavíkurstúlkur mæta á Ásvelli. Keflvíkingar hafa verið á toppnum mestan hluta tímabilsins en misstu toppsætið rétt fyrir jólafrí í hendurnar á Snæfellsstúlkum. Haukarnir voru að spila ágætlega fyrir jólafríið […]

Íþróttafólk Hauka 2013

Haukar héldu sína árlegu verðlauna- og viðurkenningahátíð, þann 31. desember, í hátíðarsal félagsins að Ásvöllum. Á hátíðinni er afreksfólk Hauka heiðrað og tilkynnt um íþróttafólk Hauka sem valið er ár hvert af Aðalstjórn Hauka. Venja er að kjósa íþróttakonu, íþróttakarl og þjálfara ársins. Í ár vildi svo til að öll komu þau úr körfuknattleiksdeild félagsins. […]