Haukar mæta Fjölni á föstudaginn

Haukar eru á toppi Domino‘s deildar karla eftir fyrstu tvær umferðirnar og hafa í raun byrjað ljómandi vel. Liðið vann stór sigur á Grindvíkingum í fyrstu umferð 97-77 og gerðu svo góða ferð í Stykkishólm í síðustu viku er þeir unnu 84-89 sigur gegn heimamönnum í Snæfelli. Er þetta fyrsti sigur Hauka í 12 ár […]

Haukar – Hamar í kvöld kl. 19:15

Haukastelpurnar í körfunni fá baráttuglatt lið Hamars í heimsókn í kvöld kl. 19:15. Haukarnir geta með sigri komist á topp Dominos deildarinnar og haldið áfram sigurgöngu sinni. Stelpurnar hafa verið að spila vel í síðustu tveim leikjum eftir að hafa hent sigrinum frá sér í Hólminum í fyrsta leiknum. Keflavík voru lagðir að velli hér […]

Haukar halda í Hólminn

Haukar mæta Snæfellingum í 2. umferð Domino’s deildarinnar í kvöld í Stykkishólmi. Haukar byrjuðu Íslandsmótið með látum og unnu öruggan 20 stiga sigur gegn Grindavík í síðustu viku. Snæfellingar eru höfðingjar heim að sækja en á sama tíma eru Fjárhúsin einn erfiðasti heimavöllur landsins að koma á. Það er því ljóst að erfiður leikur er […]

Dregið í 32 liða úrslit Poweradebikarsins

Það verður sannkallaður nágrannaslagur þegar Haukar og Stjarnan mætast í 32 liða úrslitum Poweradebikarsins en þetta er eini úrvalsdeildarslagurinn í þessari umferð. Þá fengu Haukar b Reyni Sandgerði. Ekki er kominn leiktími á þessa leiki en þeir verða á tímabilinu 30. okt – 3. nóv.

Söludagur á Errea fatnaði seinkar

Seinni söludagur körfuknattleiksdeildar Hauka sem átti að vera í dag verður frestað þangað til í byrjun nóvember. Ástæða seinkunarinnar er sú að töluverð fjölgun iðkenda hefur verið á síðustu æfingum yngri flokka félagsins og því var ákveðið að fresta söludegi um nokkrar vikur. Þeim sem vantar búninga geta farið og keypt búninga hjá umboðsaðila Errea […]

Haukar – Keflavík í kvöld kl. 19:15

Haukastelpur fá Keflvíkinga í heimsókn í Dominos deild kvenna í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 Þetta er annar leikur Haukanna en þær lágu fyrir Íslandsmeisturum Snæfell í fyrsta leik á útivelli í jöfnum og spennandi leik. Haukarnir voru með undirtökin lengst af og voru með mest 12 stiga forystu í fjórða leikhluta en náðu ekki […]

Haukar fá Grindavík í heimsókn

Haukar hefja leik í Domino’s deild karla á morgun, föstudag, þegar að Grindvíkingar koma í heimsókn í Schenker-höllina og hefst leikurinn kl. 19:15. Haukaliðinu var spáð 6. sæti í deildinni á árlegum fjölmiðlafundi KKÍ en það eru fyrirliðar og forsvarsmenn liðanna sem spá. KR er spáð efsta sæti og eru taldir sigurstranglegastir fyrir komandi mót. […]

Snæfell – Haukar í kvöld kl. 19:15

Fyrsti leikurinn hjá stelpunum í Dominosdeildinni í vetur er í kvöld gegn Snæfellskonum í Hólminum kl. 19:15 Búast má við jöfnum og spennandi leik en þessi tvö lið áttust við á sunnudaginn í leik meistarar meistaranna en þá réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins en þá tryggðu Snæfellskonur sér sigurinn með tveim vítum […]

Kjartan Freyr Ásmundsson nýr formaður körfunnar

Á aukaaðalfundi Körfuknattleiksdeildar Haukar sem haldinn var í kvöld var Kjartan Freyr Ásmundsson kjörinn nýr formaður deildarinnar. Kjartan hefur mikla reynslu af störfum innan íþróttahreyfingarinnar og binda Haukamenn miklar vonir við sú reynsla nýtist Haukum vel við áframhaldandi uppbyggingu á körfuknattleiksdeild Hauka. Kjartan tekur við starfinu af Henning Henningssyni sem nýverið lét af störfum sem […]

Söludagur kkd. Hauka þriðjudaginn 7. okt.

Sala á körfuboltabúningum fyrir yngri flokka verður á Ásvöllum þriðjudaginn 7. október milli kl. 17:00 – 19:00 Kknd. Hauka spilar í Errea búningum í ár eins og síðustu ár og hefur verið mikil ánægja með vörur frá þeim og hefur afgreiðsla verið fljót og góð. Hægt verður að velja keppnisbúninga, máta stærðir, kaupa íþróttafatnað eins […]