Breytt niðurröðun á Valsmótinu

Breytingar hafa verið gerðar á Valsmótinu um helgina. KFÍ þurfti að draga sig úr keppni og því eru nýjir riðlar komnir. Hægt er að sjá nýju dagskrána hér. Haukar eru í A-riðli með Stjörnunni, ÍR og Val2.

Stelpurnar leika uppá Vallarheiði

Mfl. kvenna tekur þátt í hraðmóti Njarðvíkur sem verður um helgina. Keppt verður í íþróttahúsi Keilis á Vallarheiði en það er á gömlu herstöðinni. Stelpurnar hefja leik á föstudag kl. 17:45 þegar þær etja kappi við heimastúlkur í Njarðvík. Haukar eru ásamt Njarðvík, KR og Fjölni í A-riðli. Mótinu lýkur á laugardag þegar leikið verður til […]

Haukar á Valsmótinu

Haukar taka þátt í hraðmóti Vals sem fer fram um helgina í Vodafone-höllinni. Pétur Ingvarsson mun stjórna Haukaliðinu í sínum fyrstu leikjum en hann tók við liðinu fyrr í sumar. Stór hópur hefur æft með Haukum í sumar og verður áhugavert að sjá hvernig leikmenn liðsins koma undan sumri. Meðal þeirra sem hafa gengið til […]

Ísland tapaði á Ásvöllum

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Slóveníu á Ásvöllum í kvöld 69-94. Íslenska liðið lék vel á köflum en þegar upp var staðið þá réð það ekki við frábært slóvenskt lið. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Írlandi á útivelli á laugardag. Helena Sverrisdóttir var allt í öllu hjá Íslandi en hún skoraði 18 stig, tók 12 […]

Miðasala hafin á Ísland-Danmörk

Miðasala er hafin á leik A-landsliðs karla gegn Dönum sem fer fram í Laugardalshöll miðvikudaginn 10. september. Er þetta fyrsti leikur Íslands í B-deild Evrópukeppninnar en liðið er með Hollandi, Svartfjallalandi, Dönum og Austurríkismönnum í riðli. Hægt er að nálgast miða á vefnum Miði.is en leikurinn hefst kl. 20:45 og er hann á eftir landsleik […]

Æfingar hefjast 1. september

Æfingar í körfubolta hefjast á morgun, mánudaginn 1. september samkvæmt æfingatöflu. Hægt er að sjá æfingar hvers flokks með því að smella á hnappinn æfingatöflur hægra megin á síðunni eða með því að smella á yngri flokkar hérna vinstra megin og velja viðkomandi flokk. Í vetur hefur bæst við eitt íþróttahús í flóruna hjá okkur […]