Haukar í öðru sæti á hraðmóti UMFN

Meistaraflokkur kvenna lék til úrslita á hraðmóti Njarðvíkur og Kosta ehf. sem fór fram um helgina í íþróttahúsi Keilis á Vallarheiði. Mótið fór fram föstudag og laugardag og svo seinni parts laugardag voru úrslit. Haukarstelpur unnu sinn riðil og komust í þar sem þær mættu Keflvíingum. Töpuðu stelpurnar í hörkuleik sem endaði 39-35 fyrir Íslansdmeisturunum […]

Einn sigur á Valsmótinu

Meistaraflokkur karla tók þátt í árlegu Valsmóti um helgina. Liðið lék þrjá leiki, einn sigur kom í hús og tveir leikir töpuðust. Liðið hóf leik gegn ÍR en eins og flestir vita þá er Jón Arnar Ingvarsson, bróðir Péturs Ingvarssonar þjálfara Hauka, við stjórnvöldinn hjá ÍR. Leikurinn var í járnum allan tímann og afar spennandi. […]

Breytt niðurröðun á Valsmótinu

Breytingar hafa verið gerðar á Valsmótinu um helgina. KFÍ þurfti að draga sig úr keppni og því eru nýjir riðlar komnir. Hægt er að sjá nýju dagskrána hér. Haukar eru í A-riðli með Stjörnunni, ÍR og Val2.

Stelpurnar leika uppá Vallarheiði

Mfl. kvenna tekur þátt í hraðmóti Njarðvíkur sem verður um helgina. Keppt verður í íþróttahúsi Keilis á Vallarheiði en það er á gömlu herstöðinni. Stelpurnar hefja leik á föstudag kl. 17:45 þegar þær etja kappi við heimastúlkur í Njarðvík. Haukar eru ásamt Njarðvík, KR og Fjölni í A-riðli. Mótinu lýkur á laugardag þegar leikið verður til […]

Haukar á Valsmótinu

Haukar taka þátt í hraðmóti Vals sem fer fram um helgina í Vodafone-höllinni. Pétur Ingvarsson mun stjórna Haukaliðinu í sínum fyrstu leikjum en hann tók við liðinu fyrr í sumar. Stór hópur hefur æft með Haukum í sumar og verður áhugavert að sjá hvernig leikmenn liðsins koma undan sumri. Meðal þeirra sem hafa gengið til […]

Ísland tapaði á Ásvöllum

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Slóveníu á Ásvöllum í kvöld 69-94. Íslenska liðið lék vel á köflum en þegar upp var staðið þá réð það ekki við frábært slóvenskt lið. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Írlandi á útivelli á laugardag. Helena Sverrisdóttir var allt í öllu hjá Íslandi en hún skoraði 18 stig, tók 12 […]

Miðasala hafin á Ísland-Danmörk

Miðasala er hafin á leik A-landsliðs karla gegn Dönum sem fer fram í Laugardalshöll miðvikudaginn 10. september. Er þetta fyrsti leikur Íslands í B-deild Evrópukeppninnar en liðið er með Hollandi, Svartfjallalandi, Dönum og Austurríkismönnum í riðli. Hægt er að nálgast miða á vefnum Miði.is en leikurinn hefst kl. 20:45 og er hann á eftir landsleik […]