Sigur á Snæfell

Haukar tóku á móti Snæfellingum í gærkvöldi í Iceland Express-deild kvenna að Ásvöllum. Fyrirfram mátti búast við auðveldum sigri Hauka en annað kom á daginn og sýndu Snæfellsstúlkur að það er mikið spunnið í þetta lið. Lokatölur leiksins voru 80-63 og gefa lokatölur leiksins ekki alveg rétt mynd af leiknum. Haukar voru sterkari aðilinn allan […]

Stelpurnar töpuðu með einu stigi

Haukastelpur heimsóttu Valsstúlkur í dag og töpuðu í hörku leik með aðeins einu stigi 65-64. Leikurinn var í járnum allan tímann en það var Lovísa Guðmundsdóttir sem skoraði sigurkörfu Vals þegar 14 sekúndur voru eftir af leiknum. Haukar héldu í sókn og fengu tækifæri til að komast yfir en boltinn vildi ekki ofani og Valsstúlkur […]

Stelpurnar heimsækja Hlíðarenda í dag

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna mæta í dag Val í lokaleik 2. umferðar Iceland Express-deildar kvenna. Valur og Haukar eru taplausar í deildinni og það lið sem vinnur í dag skellir sér á topp deildarinnar ásamt Hamri. Iceland Express-deild kvenna hefur farið fjörlega af stað og er ógjörningur að rýna í leikina fyrirfram og spá fyrir […]

Skemmtilegur seinni hálfleikur

Haukar unnu í kvöld Þór Þ. með 91 stigi gegn 70. Þar með hófu Haukar leiktíðina á heimavelli með sigri en þeir hafa unnið tvo fyrstu leikina á tímabilinu. Þó nokkuð margir áhorfendur mættu á Ásvelli í kvöld til að sjá Hauka vinna sannfærandi sigur. Haukar voru sterkari aðilinn og voru betri framan af. Þeir leiddu með […]

Myndasafn úr leik Keflavíkur og Hauka

Haukastelpur unnu frækinn sigur í gærkvöldi í Keflavík suður með sjó og var þetta fyrsta tap Keflavíkur á heimavelli í 18 mánuði. Ljósmyndari Karfan.is var á svæðinu og tók nokkrar myndir. Hægt er að sjá myndasafn úr leiknum með því að smella hér. Mynd: Guðbjörg Sverrisdóttir og Birna Valgarðsdóttir í leiknum í gær – Karfan.is

Sigur suður með sjó

Haukastelpur hófu leiktíðina í kvöld með sigri á Íslandsmeisturum Keflavíkur. Liði Hauka var spáð um miðja deild á meðan Keflavík var spáð sigri í deildinni í vetur. Þetta var hörkuleikur þar sem aðeins fimm stig skildu að liðin í leikslok 60-65. Haukar leiddu þó mest allan leikinn og var sigur þeirra verðskuldaður. Þar með hafa […]

Unglingaflokkur: Sigur í fyrsta leik

Unglingaflokkur karla lék sinn fyrsta leik á tímabilinu nú fyrr í kvöld þegar þeir tóku á móti liði Fjölnis úr Grafarvogi. Leikurinn var í járnum allt frá fyrstu mínútu og var alveg ljóst að sigurinn gat dottið báðu meginn við borðið en á endanum voru það Haukastrákar sem uppskáru góðan 5 stiga sigur, 71-66. Vörn […]

Haukum spáð 4. sæti á Karfan.is

Haukum er spáð 4. sæti í Iceland Express-deild kvenna af spekingunum á körfuknattleiksfréttavefnum Karfan.is. Eru Keflavík, KR og Grindavík fyrir ofan Hauka. Iceland Express-deild kvenna hefst í kvöld og hefja Haukastelpur leik í Keflavík. Umfjöllun Karfan.is um Hauka. Mynd: Mfl. kvenna á Hraðmóti UMFN í byrjun september – umfn.is

Haukum spáð 3.-4. sæti

Árlegur blaðamannafundur KKÍ vegna Iceland Express-deildanna var haldin í gær. Þar er deildin kynnt og árleg spá forráðamanna kynnt en hún vekur oftast mesta athygli. Í vetur er Haukum spáð í 3.-4. sæti í IE-deild kvenna ásamt Grindavík með 128 stig en Keflvíkingum er spáð Íslandsmeistaratitilinum. Haukastelpur hefja leik annað kvöld en þá heimsækja þær Keflavík. Leikurinn […]