Yngvi: Besta meðalið er sigur

„Það er gott að sigra eftir vonbrigðin á móti Val um daginn og alltaf gott að komast aftur á sigurbraut þrátt fyrir að kannski besta meðalið við tapi sé að sigra. Við vorum kannski kraftlitlar framan af og héldum að þetta væri búið eftir fyrsta leikhluta en það hefur verið í undanförnum þremur leikjum að […]

Sigur á Snæfell

Haukar tóku á móti Snæfellingum í gærkvöldi í Iceland Express-deild kvenna að Ásvöllum. Fyrirfram mátti búast við auðveldum sigri Hauka en annað kom á daginn og sýndu Snæfellsstúlkur að það er mikið spunnið í þetta lið. Lokatölur leiksins voru 80-63 og gefa lokatölur leiksins ekki alveg rétt mynd af leiknum. Haukar voru sterkari aðilinn allan […]

Stelpurnar töpuðu með einu stigi

Haukastelpur heimsóttu Valsstúlkur í dag og töpuðu í hörku leik með aðeins einu stigi 65-64. Leikurinn var í járnum allan tímann en það var Lovísa Guðmundsdóttir sem skoraði sigurkörfu Vals þegar 14 sekúndur voru eftir af leiknum. Haukar héldu í sókn og fengu tækifæri til að komast yfir en boltinn vildi ekki ofani og Valsstúlkur […]

Stelpurnar heimsækja Hlíðarenda í dag

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna mæta í dag Val í lokaleik 2. umferðar Iceland Express-deildar kvenna. Valur og Haukar eru taplausar í deildinni og það lið sem vinnur í dag skellir sér á topp deildarinnar ásamt Hamri. Iceland Express-deild kvenna hefur farið fjörlega af stað og er ógjörningur að rýna í leikina fyrirfram og spá fyrir […]

Skemmtilegur seinni hálfleikur

Haukar unnu í kvöld Þór Þ. með 91 stigi gegn 70. Þar með hófu Haukar leiktíðina á heimavelli með sigri en þeir hafa unnið tvo fyrstu leikina á tímabilinu. Þó nokkuð margir áhorfendur mættu á Ásvelli í kvöld til að sjá Hauka vinna sannfærandi sigur. Haukar voru sterkari aðilinn og voru betri framan af. Þeir leiddu með […]

Myndasafn úr leik Keflavíkur og Hauka

Haukastelpur unnu frækinn sigur í gærkvöldi í Keflavík suður með sjó og var þetta fyrsta tap Keflavíkur á heimavelli í 18 mánuði. Ljósmyndari Karfan.is var á svæðinu og tók nokkrar myndir. Hægt er að sjá myndasafn úr leiknum með því að smella hér. Mynd: Guðbjörg Sverrisdóttir og Birna Valgarðsdóttir í leiknum í gær – Karfan.is

Sigur suður með sjó

Haukastelpur hófu leiktíðina í kvöld með sigri á Íslandsmeisturum Keflavíkur. Liði Hauka var spáð um miðja deild á meðan Keflavík var spáð sigri í deildinni í vetur. Þetta var hörkuleikur þar sem aðeins fimm stig skildu að liðin í leikslok 60-65. Haukar leiddu þó mest allan leikinn og var sigur þeirra verðskuldaður. Þar með hafa […]

Unglingaflokkur: Sigur í fyrsta leik

Unglingaflokkur karla lék sinn fyrsta leik á tímabilinu nú fyrr í kvöld þegar þeir tóku á móti liði Fjölnis úr Grafarvogi. Leikurinn var í járnum allt frá fyrstu mínútu og var alveg ljóst að sigurinn gat dottið báðu meginn við borðið en á endanum voru það Haukastrákar sem uppskáru góðan 5 stiga sigur, 71-66. Vörn […]

Haukum spáð 4. sæti á Karfan.is

Haukum er spáð 4. sæti í Iceland Express-deild kvenna af spekingunum á körfuknattleiksfréttavefnum Karfan.is. Eru Keflavík, KR og Grindavík fyrir ofan Hauka. Iceland Express-deild kvenna hefst í kvöld og hefja Haukastelpur leik í Keflavík. Umfjöllun Karfan.is um Hauka. Mynd: Mfl. kvenna á Hraðmóti UMFN í byrjun september – umfn.is