Haukar heimsækja Grindavík

Haukar sækja Grindavík heim í kvöld í Iceland Express-deild kvenna í körfu. Haukar eru sem stendur í 2. sæti deildarinna rmeð átta stig eftir fimm leiki og Grindavík er í 3.-5. sæti með sex stig eftir jafn marga leiki. Bæði lið hafa sýnt ágætan leik á tímabilinu og unnu síðustu andstæðinga sína. Haukar lögðu Fjölni […]

Haukar á facebook

Körfuknattleiksdeild Hauka er orðin svo vinsæl að samskiptavefurinn facebook er kominn með aðdáandasíðu fyrir deildina. Þar er hægt að skoða myndir úr leikjum og fylgst með gengi liðsins. Þar geta aðdéendur deildarinnar átt samskipti sín á milli.  Hér á finna síðuna.   Mynd: Emil Barja í leik Hauka og Laugdæla – Arnar Freyr Magnússon

Sigur Gegn Fjölni

Strákarnir í meistaraflokki karla sigruðu Fjölni úr Grafarvogi í kvöld með tveggja stiga mun 72-74 í Grafarvogi í kvöld í 1. deild karla. Haukar og Fjölnir verða meðal toppliða 1. deildar karla í vetur og baráttan í leiknum sýndi það. Leikurinn var í járnum allan tímann og liðin skiptust á að skora og munurinn var […]

Haukar fara í Grafarvoginn í kvöld

Meistaraflokkur karla mætir í kvöld Fjölni og er leikurinn í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Haukar er sem stendur í toppsæti 1. deildar karla ásamt Hamri og Val með fjóra sigra úr fyrstu fjórum umferðunum. Fjölnir er í 4. sæti með þrjá sigra og eitt tap og því er um sannkallaðan stórslag að ræða. Leikurinn hefst kl. […]

Haukar skutust í annað sætið

Haukar unnu fyrr í kvöld Fjölni 71-60 í Iceland Express-deild kvenna. Eftir sigurinn eru Haukar í 2. sæti í Iceland Express-deild kvenna með fjóra sigra í fimm leikjum. Mynd: Helena Hólm að sækja að körfu Fjölniskvenna – Ljósmyndari Ásgeir Örn Jóhannsson Haukar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náði góðri forystu mjög snemma. Leiddi […]

Drengjaflokkur: Sigur gegn Stjörnunni

Strákarnir lögðu nágranna sína í Stjörnunni 75-57 þegar liðin áttust við í Ásgarði í gærkvöldi. Haukar byrjuðu ágætlega en gekk illa að nýta opin færin, hvert skotið lak af hringnum og í stað þess að gera út um leikinn á fyrstu mínútunum þá gáfu þeir heimamönnum færi á að koma sér inn í leikinn sem […]

Haukar – Laugdælir, myndir

Hér eru örfáar myndir. Meira væntanlegt á næstunni á www.karfan.is       Fleiri körfuboltamyndir á www.flickr.com/arnarf Minni á 50% afslátt á Quiznos þessa vikuna aðeins á Nýbýlavegi.  

Haukar fá Blika í heimsókn

Í dag var dregið í 32-liða úrslit karla í Subway bikarnum en svo mun bikarkeppni KKÍ heita í vetur. Haukamenn fengu heimaleik gegn Iceland Express-deildarliði Breiðabliks og er ljóst að verkefni Hauka er ekki með því auðveldara. Leikið verður dagan 20.-22. nóvember.    

50% afsláttur á Quiznos

Þessa vikuna er sérstakur „Haukaafsláttur“ á Quiznos á Nýbýlavegi eða 50% afsláttur af matseðli. Þetta tilboð gildir frá deginum í dag og að næsta sunnudag. Nóg er að segjast vera úr Haukum til þess að fá afsláttinn.   Ath. að tilbðið gildir aðeins á nýbýlavegi en ekki á öðrum Quiznos stöðum.

Emil: Treystum á Boody shake frá Andra

„Leikurinn var ágætlega spilaður en ég hef séð fallegri körfubolta.” sagði Emil þegar síðan heyrði í honum hljóðið eftir sigur gegn KR í gær. Unglingaflokkur hefur gert góða hluti það sem af er vetri en þeir hafa sigrað bæði Fjölni og KR og eru Valsmenn næstu fórnarlömb. Emil sagði að mikið þarf að bæta spilamennskuna […]