Í dag var dregið í 8-liða úrslit Subwaybikarins. Haukar fengu heimaleik í kvennaflokki og mæta KR á Ásvöllum. Strákarnir fengu Iceland Express-deildarlið Njarðvíkur og fer leikurinn fram í Ljónagryfjunni. Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari stelpnanna, sagði við Karfan.is að hann hafi haft það á tilfinningunni að þær fengu KR. Leikið verður 11. og 12. janúar.