Haukar fara í Grafarvoginn í kvöld

Topplið Iceland Express-deildar kvenna hefur leik í kvöld eftir jólafrí þegar þær sækja Fjölnisstúlkur heim. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Hauka 71-60. Haukum hefur gengið allt í haginn í vetur og sitja stelpurnar á toppi deildarinnar með 10 sigurleiki af 11 mögulegum. Verður […]

Dagskrá Actavismótsins

Dagskrá Actavismótsins sem fram fer næstkomandi helgi er nú klár og hana má finna hér. Laugardagur Sunnudagur   Mótið í ár heldur áfram að stækka og eru nú 85 lið sem taka þátt í því og hátt í 140 leikir á dagskrá um helgina. Á mótinu fá allir keppendur góðan glaðning frá Actavis en glaðningurinn […]

Kristrún best á fyrri hlutanum

Í dag voru úrvalslið fyrri hluta Iceland Express-deildar karla og kvenna valin. Haukar áttu tvo fulltrúa í úrvalsliði kvenna en þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Slavica Dimovska voru báðar í því. Slavica er ekki komin til landsins og því tók Kristrún við hennar verðlaunum. Ásamt því að vera í úrvalsliðinu var Kristrún valin besti leikmaður fyrri […]

Actavismótið í Hafnarfirði 2009

Leikjaprógramið fyrir Actavismótið í Hafnarfirði er væntanlegt í kvöld. En vegna fjölda liða hefur tafist að koma dagskránni út.   Hægt er að senda spurningar á brynjarorn@simnet.is og fá upplysingar, en dagskráin er væntanleg í kvöld.

Helena 11. í kjöri til íþróttamanns Íslands

Í gærkvöldi var kjör íþróttamanns ársins 2008 kunngert á Grand Hótel og var körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir í 11. sæti aðeins sex stigum frá því að komast á topp tíu. Helena fékk 33 stig í kjörinu en þetta er þriðja árið í röð sem hún er í 11. sæti í kjörinu. Hér má lesa allt um […]

Kertasníkir

Síðasti sveinninn er Kertasníkir. Þrettándi var Kertasníkir,  -þá var tíðin köld,  ef ekki kom hann síðastur  á aðfangadagskvöld.  Hann elti litlu börnin,  sem brostu glöð og fín,  og trítluðu um bæinn  með tólgarkertin sín.

Ketkrókur

Næsti sveinn er Ketkrókur. Ketkrókur, sá tólfti,  kunni á ýmsu lag.-  Hann þrammaði í sveitina  á Þorláksmessudag.  Hann krækti sér í tutlu,  þegar kostur var á.  En stundum reyndist stuttur  stauturinn hans þá.

Sveinn Ómar og Kristrún körfuknattleiksfólk Hauka 2008

Þau Kristrún Sigurjónsdóttir og Sveinn Ómar Sveinsson eru körfuknattleiksfólk Hauka fyrir árið 2008. Verða þau þar með í kjöri til íþróttmanns Hauka sem verður valinn á gamlársdag.   Útnefning þeirra var tilkynnt í jólaveislu körfuknattleiksdeildarinnar á föstudagskvöld en þetta er annað árið í röð sem Kristrún er útnefnd körfuknattleikskona Hauka og í fyrsta Skipti sem […]

Gáttaþefur er kominn til byggða

Næsti sveinn er Gáttaþefur. Ellefti var Gáttaþefur  -aldrei fékk sá kvef,  og hafði þó svo hlálegt  og heljarstórt nef.  Hann ilm af laufabrauði  upp á heiðar fann,  og léttur, eins og reykur,  á lyktina rann.

Næstur kom Gluggagægir

Næsti sveinn er Gluggagægir. Tíundi var Gluggagægir,  grályndur mann,  sem laumaðist á skjáinn  og leit inn um hann.  Ef eitthvað var þar inni  álitlegt að sjá,  hann oftast nær seinna  í það reyndi að ná.