Haukastelpur töpuðu fyrr í kvöld fyrir KR í átta liða úrslitum Subwaybikarsins 65-93. Haukastelpur sem voru búnar að vera á mikilli siglingu og unnið ellefu síðustu leiki sína í deild og bikar mættu ofjörlum sínum í kvöld og stórsigur KR staðreynd. Þar með er KR komið í undanúrslit og í ár verður bikarúrslitadagurinn án Hauka […]