Haukastelpur dottnar úr bikarnum

Haukastelpur töpuðu fyrr í kvöld fyrir KR í átta liða úrslitum Subwaybikarsins 65-93. Haukastelpur sem voru búnar að vera á mikilli siglingu og unnið ellefu síðustu leiki sína í deild og bikar mættu ofjörlum sínum í kvöld og stórsigur KR staðreynd. Þar með er KR komið í undanúrslit og í ár verður bikarúrslitadagurinn án Hauka […]

Mikilvæg stig í hús

Haukar unnu Hött í dag 58-51 í 1. deild karla. Leikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir fallegan leik en mikilvæg stig í hús hjá Haukum. Haukar eru sem stendur í 2. sæti 1. deildar með 16 stig eftir 10 leiki aðeins tveimur stigum frá toppliði Hamars sem eiga leik til góða. Bæði lið tefldu í […]

Fleiri myndir frá Actavismóitnu

Margir lögðu leið sína á Ásvelli um helgina á meðan Actavismótið stóð yfir. Margir tóku ljósmyndir og meðal þeirra sem gerðu það voru Dalli. Með því að smella á meira er hægt að nálgast hlekki á myndasíðuna hans.   Myndir af Actavismótinu 2009. Myndir af Actavismótinu 2008. Mynd: Þessir tveir Eyjapeyjar hafa fangað athygli ljósmyndarans […]

Myndir frá Actavismótinu

Mörg hundruð krakkar tóku þátt í Actavismótinu í ár og var mikil gleði meðal keppenda. Heimasíðan var á svæðinu og tók nokkrar myndir.                             Myndir: Arnar Freyr Magnússon – arnarm@haukar.is

Tvíhöfði á Ásvöllum

Í dag spila báðir meistaraflokkar Hauka og verður því sannkallaður tvíhöfði á Ásvöllum í dag. Kl. 15:00 taka Haukar á móti Hetti í 1. deild karla og tefla Haukar þá fram nýjum leikmanni, George Byrd. Gengi Hauka í 1. deildinni hefur verið ágætt í vetur en liðið er í 2. sæti fjórum stigum á eftir […]

Actavismótið í fullum gangi

Actavismótið í körfuknattleik hófst í morgun. Mikið fjör er á Ásvöllum þar sem keppt er á sex völlum í einu. Mótið hefur aldrei verið eins stórt en 13 félög taka þátt að þessu sinni. Krakkarnir eru að sýna snilldartakta í körfubolta og ljóst að framtíðarleikmenn Íslands eru á svæðinu. Mynd: ÍR-ingar eru meðal margra gesta […]

Dómaralistinn á Actavismótinu

Hvenar á ég að dæma? ef þú ert að fara að dæma í Actavismótinu í Hafnarfirði og manst ekki klukkan hvað þú ætlaðir að mæta að þá er hér Dómaraplanið fyrir helgina. Muna bara að mæta 5 mín fyrir hvern leik.         Laugardagur   Völlur 1 Völlur 2 Völlur 3 Völlur 4 Völlur 5 […]

Breytt Dagskrá Actavismótssins

Dagskrá Actavismótsins hefur breyst smávegis og er hér nýtt uppfært leikjaplan.  Laugardagur Sunnudagur Mótið í ár heldur áfram að stækka og eru nú 85 lið sem taka þátt í því og hátt í 140 leikir á dagskrá um helgina. Á mótinu fá allir keppendur góðan glaðning frá Actavis en glaðningurinn í ár er skrifblokk og penni […]

Sigurgangan heldur áfram

Sigurganga meistaraflokks kvenna heldur áfram. Í kvöld unnu þær stórsigur á liði Fjölnis 33-81 í Iceland Express-deild kvenna en þetta var 11. sigurleikur liðsins í röð í deild og bikar. Ekki hafa fengist upplýsingar um stigaskor leikmanna en eftir sigurinn er liðið áfram í efsta sæti deildarinnar með 22 stig og næst á eftir koma […]