Haukar heimsækja Þór

Haukar heimsækja Þór í kvöld í 1. deild karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Þorlákshöfn. Haukar eru sem stendur í 2. sæti 1. deildar með 16 stig og Þórsarar eru í 6. sæti með 8 stig. Heimasíðan hvetur sem flesta til að kíkja á völlinn. Mynd: Sveinn Ómar Sveinsson og félagar í meistaraflokki karla etja […]

Telma frá vegna meiðsla

Ofur miðherjinn Telma Fjalarsdóttir lék ekki með Haukaliðinu í 83-68 sigri gegn Grindavík sökum meiðsla. Telma lenti í samstuði við Hildi Sigurðardóttur í bikarleiknum gegn KR á dögunum og þurfti að yfirgefa völlinn. Við nánari athugun reyndist þetta vera trosnað liðband í hné og verður Telma því frá í einhvern tíma. „Hildur hreinlega datt bara […]

Ungt lið Hauka

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta tók miklum breytingum fyrir síðasta tímabil þegar margar af lykilmönnum liðsins hurfu á braut og leituðu á ný mið. Haukar hafa átt gríðalega sterk yngriflokka lið um árabil og er sá árangur að skila sér inn í meistaraflokk nú á þessu tímabili.  Meðalaldur liðsins sem mætti Grindavík í gær ekki nema […]

Haukar-Grindavík á veraldarvefnum

Haukar unnu góðan sigur á Grindavík í gærkvöldi í Iceland Express-deild kvenna. Á vefnum má sjá leikinn frá nokkrum sjónarhornum en eins og við vitum er netumfjöllun um körfubolta mjög mikil. Umfjöllun og myndir úr leiknum er á Karfan.is Dagur Brynjólfsson var á svæðinu að mynda og má sjá afraksturinn hér. Heimasíða Grindavíkur skrifar um […]

Haukasigur

Hauka stelpur gerðu sér lítið fyrir og unnu 11. deildarleikinn í röð með sigri á stöllum sínum í Grindavík með 83 stigum gegn 68. Haukar hafa þar með tryggt sér efsta sætið í deildinni þegar henni verður skipt upp.  Guðbjörg Sverrisdóttir var atkvæðamest Hauka kvenna í kvöld með 21 stig næst á eftir henni kom […]

Haukar-Grindavík í kvöld

Haukar taka í kvöld á móti Grindavík í Iceland Express-deild kvenna kl. 19:15 á Ásvöllum. Haukar sitja á toppi deildarinnar með 22 stig að loknum 12 leikjum. Heimasíðan hvetur alla til þess að leggja leið sína á Ásvelli í kvöld og hvetja stelpurnar. Mynd: Fagna þær María Lind Sigurðardóttir og Slavica Dimovska sigri í kvöld […]

Gunnar Birgir frá út tímabilið

Það dregur vart til tíðinda þegar Gunnar Birgir Sandholt meiðist en Gunnar þurftir að yfirgefa leikvöllinn þegar fyrri hálfleikur var að klárast gegn Njarðvík í Subwaybikarnum. Í fyrstu leit út fyrir að Gunnar hafði snúið sig illa en þegar nánar var á litið reyndust meiðsli hans vera meiri en smá snúningur á ökkla. Gunnar sleit […]

Haukar úr leik í Subwaybikarnum

Haukar eru úr leik í Subwaybikarnum eftir 15 stiga tap gegn Njarðvík, 77-62, en sýndu í þessum leik að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. Haukar náðu að stríða Njarðvíkingum all verulega og sýna lokatölurnar óraunhæfa mynd af þróun leiksins en Njarðvík náði að aðeins að keyra upp muninn þegar þrjár mínútur voru eftir […]

UMFN-Haukar

Haukar mæta Njarðvík í kvöld í lokaleik átta liða úrslita Subwaybikarsins. Leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni og hefst kl. 19:15. Heimasíðan hvetur alla Haukamenn til þess að mæta á leikinn og hvetja strákana.

Hópmyndir frá sunnudeginum

Þar með er Actavismótinu lokið í ár og lögðu fjölmargir leið sína á Ásvelli í ár. Nú eins og í fyrra voru teknar hópmyndir af öllum liðunum og hér birtum við síðustu myndirnar af liðunum.