Firma- og hópamót Hauka: Leikjaniðurröðun

Firma- og hópakeppni Hauka verður á laugardaginn næstkomandi. Átta lið eru skráð til leiks og hefjast fyrstu leikir kl. 10.00. Leikið verður á Ásvöllum. Liðunum hefur verið skipt í tvo riðla og verður leikið á tveim völlum og úrslitaleikurinn verður á aðalvellinum. Liðin eru beðin um að staðfesta móttöku á ivar@fasteignastofan.is og peturi@hotmail.com        […]

Minnibolti 10 og 11 ára kvenna

Stelpurnar í minnibolta 10-11 ára kepptu í úrslitamóti Íslandsmótsins helgina 28.-29. mars. Þær byrjuðu veturinn í b-riðli í Stykkishólmi og náðu að vinna sér sæti í a-riðli. Liðin í a-riðli voru kannski helst til of sterk fyrir okkur en við fórum í Njarðvík og vorum reynslunni ríkari eftir þá ferð! Næsta mót var á Flúðum […]

Helena Hólm: Þetta eru algjörir snillingar

Helena Brynja Hólm þarf vart að kynna en hún kemur úr Íslandsmeistaraliði Hauka. Helena Hólm Kom til Hauka frá Keflavík fyrir tímabilið 2006-2007 og er því á sínu þriðja tímabili hjá Haukum.  Helena Hólm hefur verið stígvaxandi þetta tímabil og hefur verið með 4 stig að meðaltali í vetur spilað að meðaltali í 20 mín. Helena hefur verið í […]

Kristinn: Algjör ofurpabbi, ekkert mál

Kristinn Jónasson leikmaður meistaraflokks karla þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum Hauka. Kristinn er uppalinn Haukamaður en lék með Fjölni síðastliðið tímabil og kom aftur heim fyrir þetta tímabil. Kristinn er nýbakaður faðir en hann eignaðist ásamt kærustu sinni Telmu drenginn Kristófer. Kristinn skoraði 16.8 stig að meðaltali í vetur og reif niður 9,4 fráköst í […]

Unglingaflokkur hirti 2. sætið

Unglingaflokkur karla náði í dag öðru sæti í deildinni þegar þeir unnu KFÍ 101-78. Haukar, FSu og Fjölnir eru öll jöfn af stigum en þar sem Haukar hafa bestu innbyrgðis viðureignir þessara þriggja liða tilla þeir sér í 2. sætið. Haukar eiga einn leik áður en úrslitakeppnin hefst en það er frestaður leikur gegn Keflavík […]

Telma: Haukahjartað var sko fyllilega til staðar

Geðshræringin leyndi sér ekki í andliti Telmu Fjalarsdóttur sem var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitill á ferlinum þegar Haukar lögðu KR í gærkvöldi í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Áður hafði hún prófað hitt þ.e. að falla. „Þetta er svakalegt. Ég hef aldrei upplifað neitt svona klikkað” var það fyrsta sem hún sagði þegar Haukasíðan spjallaði […]

Lovísa og Margrét Rósa í U-15

Jón Halldór Eðvarsson, þjálfari U-15 kvenna, hefur valið 24 manna leikhóp sem mun koma saman um páskana og æfa. Þær Lovísa Henningsdóttir(nr. 6 á mynd) og Margrét Rósa Hálfdanardóttir(nr. 7 á mynd) eru í hópnum. Heimasíðan óskar þeim til hamingju og óskar þeim góðs gengis á æfingunum. Allur hópurinn Mynd: 10. flokkur kvenna með skemmtilega […]

Haukar Íslandsmeistarar

Haukar eru Íslandsmeistarar í Iceland Express-deild kvenna eftir sigur á KR 69-64 í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var frábær í alla staði og sigur Hauka var tryggður á lokasprettinum. Var þetta þriðji Íslandsmeistaratitill Hauka á síðustu fjórum árum. Myndasafn úr leiknum á Karfan.is Myndasafn úr leiknum á Karfan.is Myndasafn úr leiknum á Karfan.is Myndasafn úr […]

Góður sigur á FSu

Unglingaflokkur karla gerði góða ferð austur á Selfoss í gær í vonsku veðri þegar þeir öttu kappi við heimamenn í FSu. Haukar unnu öruggan sigur 87-98 og styrktu um leið stöðu sína í topp fjórum en aðeins fjögur lið fara í úrslit. Haukar skoruðu fyrstu körfu leiks en lentu fljótlega undir 6-3. Haukaliði var frekar […]