AÐALFUNDUR

Framhaldsaðalfundur Körfuknattleiksdeildar verður haldinn kl. 20 mánudaginn 4. maí nk. í Samkomusal (forsal)   Dagskrá samkvæmt lögum félagsins   Stjórnin

Afsögn stjórnarmanna körfuknattleiksdeildar

Á fundi körfuknattleiksdeildar Hauka sem haldinn var þriðjudaginn 28. apríl 2009 ákváðu eftirtaldir stjórnarmenn að segja sig úr stjórn körfuknattleiksdeildarinnar. Þessir stjórnarmenn eru eftirtaldir: Sverrir Hjörleifsson, formaðurHálfdan Þórir Markússon, varaformaðurBrynjar Indriðason, meðstjórnandiGunnar Hauksson, meðstjórnandiSteingrímur Páll Björnsson, meðstjórnandi Eru þeim færðar þakkir fyrir þau góðu störf sem þeir hafa tekið að sér innan og utan stjórnar […]

Tilkynning frá kkd. Hauka

Eftirfarandi tilkynning barst frá körfuknattleiksdeild Hauka nú fyrr í kvöld. Afsögn stjórnarmanna kkd Hauka: Undirritaðir hafa ákveðið að láta af ábyrgðarstörfum fyrir kkd Hauka vegna umdeildrar ákvörðunar stjórnar, sem við stóðum að, um að ráða Ágúst Björgvinsson sem þjálfara við deildina næsta vetur. Ágúst hefur átt undir högg að sækja síðastliðnar vikur vegna uppsagnar KKÍ […]

Úrslit yngri flokka um helgina

Þrjú lið Hauka áttu möguleika að leika úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn í sínum flokki um helgina. Unglingaflokkur karla, 9. flokkur kvenna og Stúlknaflokkur. Ekkert liðanna tókst að tryggja sér sigur og því sæti í úrslitum. Strákarnir í unglingaflokkir töpuðu stórt fyrir FSu á föstudagskvöld 112-71 eftir mjög jafnan fyrri hálfleik. í 9. flokki kvenna mættu Haukar […]

Þrjú lið Hauka spila til úrslita

Úrslit yngri flokka í körfubolta eru um helgina og eiga Haukar þrjú lið. Unglingaflokkur karla, Stúlknaflokkur og 9. flokkur kvenna verða í eldlínunni. Í kvöld kl. 20.30 spila strákarnir í unglingaflokki við FSu og það lið sem vinnur mætir annað hvort Keflavík eða Fjölni í úrslitum kl. 18.00 á sunnudag. Á morgun laugardag spila stelpurnar […]

Sveinn Ómar og Kristún best

Lokahóf meistaraflokka körfuknattleiksdeildarinnar fór fram í gærkvöldi í veislusal Hauka að Ásvöllum. Að vanda voru veitt einstaklingsverðlaun fyrir veturinn. Stærstu verðlaun kvöldsins eru fyrir mikilvægustu leikmenn hvors liðs og í ár kom það í hlut Sveins Ómars Sveinssonar og Kristrúnar Sigurjónsdóttur. Er þetta í fyrsta skipti sem Sveinn Ómar er valinn mikilvægasti leikmaðurinn og annað […]

Henning nýr landsliðsþjálfari

Henning Henningsson er nýr landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna og tekur hann við starfinu af Ágústi Björgvinssyni sem var sagt upp á dögunum. Henning er okkur Haukamönnum vel kunnugur enda fyrrum fyrirliði mfl. kk. sem og þjálfari beggja meistaraflokka félagsins. Fyrsta verkefni Hennings með A-landsliðið eru Smáþjóðaleikarnir á Kýpur í byrjun júní. Heimasíðan óskar Henning velfarnaðar í […]

10. flokkur tapaði

Stelpurnar í 10. flokki höfðu ekki erindi sem erfiði á laugardag en þær mættu Keflavík-b í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Keflavík-b vann með 17 stigum 47-30 og spilar til úrslita í morgun gegn stöllum sínum í Keflavík-a. Margrét Rósa Hálfdanardóttir skoraði 13 stig fyrir Hauka og Andrea Harðardóttir 6. A-liðið vann þann leik 50-40 og […]

Haukafólk erlendis : Sigurður Þór Einarsson

Sigurður Þór Einarsson körfuknattleiksmaður úr Haukum ákvað síðastliðið sumar að skella sér í nám í Danmörku. Sigurður hefur verið einn af burðarrásum meistaraflokks Hauka undanfarin ár og því ákveðin blóðtaka sem varð með brotthvarfi hans. Sigurður er búsettur í Horesens í Danmörku og leikur þar með Horsens BC í 2.deildinni en Sigurður er lykilmaður í liðinu. […]