Strákarnir byrja heima

Dregið hefur verið í töfluröð í 1. deild karla í körfubolta og eiga strákarnir heimaleik í fyrstu umferð. Mæta þeir liði Skallagríms en Borgnesingar féllu úr Iceland Express-deildinni á síðustu leiktíð. Áætlað er að fyrsta umferð verði leikin 9. október. Mynd: Lúðvík og félagar byrja á heimavelli í 1. deildinni – stebbi@karfan.is

Meistararnir byrja á heimavelli

Dregið hefur verið í töfluröð fyrir Iceland Express-deild kvenna fyrir tímabilið 2009-10. Stefnt er að leika 1. umferðina miðvikudaginn 14. október. Íslandsmeistarar Hauka hefja leik á heimavelli gegn UMFG og nýliðar UMFN fá einnig heimaleik gegn bikarmeisturum KR. 1. umferðHaukar – Grindavík Hamar – Keflavík UMFN – KR Valur – Snæfell 2. umferð Hamar – […]

Elvar snýr aftur til Hauka

Bakvörðurinn Elvar Steinn Traustason er snúinn aftur í Hafnarfjörðinn eftir árslanga dvöl í Danaveldi. Elvar sem stundaði nám við háskóla í Aarhus hyggst leika með Haukaliðinu á komandi tímabili og sagði hann í samtali við heimasíðuna að ekkert annað hafi komið til greina en að spila í Hafnarfirðinum. Mynd: Elvar Steinn er snúinn aftur í […]

Kristinn til ÍR

Kristinn Jónasson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir Hauka og mun leika með ÍR á komandi tímabili. Þetta hefur bæði komið fram á visi.is og karfan.is. Kristinn snéri aftur heim til Hauka fyrir síðasta tímabil eftir að hafa leikið með Fjölni í úrvalsdeildinni. Kemur brottfall Kristins til með að skilja eftir sig enn stærra skarð í […]

NM meistarinn Haukur á leið til Bosníu

Haukur okkar Óskarsson hélt utan í nótt til að spila með U-18 landsliðinu á EM sem að þessu sinni er haldið í Bosníu. Með sama liði varð Haukur Norðurlandameistari þegar liðið vann Finna í úrslitaleik með glæsibrag en það mót fór fram í Svíþjóð í lok maí. Í leiknum gegn Finnum skoraði Haukur 14 stig […]

Actavis endurnýjar við Kkd. Hauka

Á dögunum undirritaði körfuknattleiksdeild Hauka og Actavis undir áframhaldandi samstarfssamning þess efnis að Actavis verði áfram aðalstyrktaraðili Kkd. Hauka. Eru þetta mikil gleðitíðindi en Actavis hefur verið aðalstyrktaraðili Hauka undanfarin ár og er mikil ánægja með samstarfið. Undir samninginn undirrituðu Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Actavis, og Samúel Guðmundsson, formaður Kkd. Hauka. Mynd: Sigurður Óli Ólafsson og […]

Hversu líkir eru þeir

Á körfuknattleiksfréttavefnum Karfan.is er liður sem heitir tvífarinn og að þessu sinni er Helgi okkar Einarsson tvífarinn hjá þeim. Þar halda menn því fram að hann sé sláandi líkur varnarmanni Manchester United Nemanja Vidic. Hér er hægt sjá þá félaga og dæmi nú hver fyrir sig. Mynd: www.karfan.is

Hörku stuð á Landsmóti

Kvennalið Hauka skellti sér á Landsmótið á Akureyri á dögunum og spilaði þar undir merkjum ÍBH. Ágætis árangur náðist og lentu þær í þriðja sæti á eftir Grindavík sem sigraði mótið og Njarðvík sem lenti í öðru sæti. Okkar stúlkur höfðu titil að verja en þær unnu mótið fyrir tveimur árum í Kópavogi.     […]

Þrír Haukastrákar í æfingahópi U-15 í körfu

Einar Árni Jóhansson, landsliðsþjálfari U-15 drengja í körfuknattleik, hefur valið æfingahóp sem kemur saman nú um helgina á Ásvöllum. Í hópnum eru þrír Haukastrákar en það eru þeir Hlynur Ívarsson, Kristján Leifur Sverrisson og Hjálmar Stefánsson. Strákarnir eru í fyrri æfingahópnum sem mun æfa frá 9.00 til 10.40 og 12.40-14.20 báða dagana. Heimasíðna óskar þeim […]

Haukar á Umhverfisvaktinni

Það var galvaskur hópur Haukamanna sem sást á vappi í Norðurbænum í gær að fegra bæinn okkar. Tíndi hópurinn rusl og hjálpaði að gera bæinn okkar sem snyrtilegastan fyrir 17. júní. Fegrunarátakið er hluti af Umhverfisvakt Hafnarfjarðarbæjar en það eru nokkrir hópar Haukamanna sem eru með hin ýmsu hverfi Hafnarfjarðar. En alls er bænum skipt […]