Tap gegn ÍR á Valsmótinu

Haukar töpuðu fyrir ÍR á Valsmótinu fyrr í kvöld 72-57. Liðið á tvo leiki á morgun Skallagrím kl. 14.00 og svo gegn KFÍ kl. 18.00. Ef strákarnir vinna báða leiki eiga þeir góða möguleika á að komast í undanúrslit en leikið er um sæti á sunnudag.

Árlegt Valsmót

Haukar leika á árlegu Valsmóti sem að þessu sinni er haldið í samvinnu við Reebok og hefst það á morgun föstudaginn 18. sept.. Alls eru 8 lið sem skráð hafa sig til leiks og leika Haukar í riðli með ÍR, KFí, og Skallagrími. Sömu helgi spila stelpurnar í Grafarvogi. Eiga þær leik við Val kl. […]

Ezell til Hauka

Íslandsmeistarar Hauka hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Iceland Express-deild kvenna en leikmaður að nafni Heather Ezell hefur skrifað undir samning við félagið. Ezell sem kemur úr Iowa State háskólanum er bakvörður skoraði 11.7 stig tók 3.3 fráköst og gaf 3.5 stoðsendingar á síðustu leiktíð. Skólinn hennar datt úr í 8-liða úrslitum NCAA þegar liðið […]

Ísland-Holland á Ásvöllum

Annað kvöld er landsleikur á Ásvöllum þegar Ísland mætir Hollandi í B-deild Evrópukeppninnar í körfubolta. Íslenska liðið tapaði sínum síðasta leik um liðna helgi í Sviss afar naumlega. En þær leiddu stóran hluta af leiknum. Haukar eiga nokkra leikmenn í liðinu en þær Helena Sverrisdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Guðrún Ámundadóttir og Telma Fjalarsdóttir eru í […]

Tveir Haukastrákar í U-15

Kristján Leifur Sverrisson og Hjálmar Stefánsson hafa verið valdir áfram í 38 manna hóp Einars Árna Jóhannssonar þjálfara U-15 liðs Íslands sem æfir næstu helgi í Grindavík. Eins og áður segir verður æft verður í Grindavík og eru tvær æfingar á dag hjá hópnum. Æfingar U15:Laugardagur:09.00-10.3012.20-13.50 Sunnudagur:09.00-10.3012.20-13.50

Kjartan Kárason ráðinn sem yfirþjálfari yngriflokka

Körfuknattleiksdeild Hauka hafa ráðið til félagsins Kjartan Kárason sem yfirþjálfara yngriflokka og þjálfara íþróttaakademíunar við Flensborgarskóla. Einnig mun Kjartan þjálfa nokkra yngriflokka hjá deildinni.  Kjartan mun koma til með að hafa yfirumsjón með öllum flokkum og sjá til þess að iðkendur deildarinnar séu að læra réttu hlutina á réttum tíma. Mynd: Kjartan Kárason verður yfirþjálfari […]

Ragnheiður Theodórsdóttir til Hauka

Ragnheiður Theodórsdóttir hefur ákveðið að snúa aftur í rautt og mun leika með Haukaliðinu á næstu leiktíð en hún kom upphaflega til liðsins frá Keflavík 2004 en hætti 2006. Eftir að hún yfirgaf Hauka spilaði hún með Breiðablik í IE-deildinni.  Er ljóst að hún er góð viðbót við hópinn sem er fyrir. Mynd: Ragnheiður kemur […]

Örn Sigurðarson til Hauka á ný

Örn Sigurðarson hefur ákveðið að halda heim á ný og leika með Haukaliðinu á næstu leiktíð. Örn skipti yfir í KR á miðju tímabili 2006-07 og spilaði með drengja og unglingaflokk hjá þeim en hann er uppalinn Haukapjakkur og spilaði upp alla yngriflokka félagsins þangað til hann skipti yfir í 11. flokki. Mynd: Örn Sigurðarson […]

Fjórar Haukastelpur í landsliðshópi Hennings

Henning Henningsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, tilkynnti 12 manna lið sitt sem heldur til Sviss á föstudag til að etja kappi við heimamenn í Evrópukeppninni. Þær Guðrún Ámundadóttir, Helena Sverrisdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Telma Fjalarsdóttir eru allar í liðinu. Telma er einn af tveimur nýliðum í liðinu. Mynd: Telma Fjalarsdóttir spilar sínu fyrstu landsleiki […]

Haukastelpur á unglingalandsmóti

Stúlknaflokkur Hauka í körfu tók þátt í frábæru unglingalandsmóti á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Mikill fjöldi liða mætti nú til keppni og voru keppendur í körfubolta alls um 500 víðsvegar að af landinu sem er meira en tvöföldun frá síðasta landsmóti. Alls voru spilaðir 184 leikir í ár samanborið við 84 leiki á síðasta ári. Haukastelpunar […]