Haukar á Ísafirði í kvöld: LEIKURINN Í BEINNI

Meistaraflokkur karla í körfu keppir við KFÍ í kvöld í toppslag í 1. deild karla. Hefst leikurinn kl. 19:15 og verður í beinni netútsendingu á heimasíðu Ísfirðingar kfí.is Báðum liðum er spáð mikilli velgengni í vetur og eru þau bæði taplaus sem stendur. Áfram Haukar

Leikmannakynning: Lúðvík Bjarnason

Lúðvík Bjarnason er næstur. Nafn: Lúðvík Bjarnason Staða: Bakvörður Hæð: 190 Aldur: 29 ára Er gott að vera á Ásvöllum? Já það er fínt að vera á Ásvöllum Segðu frá einhverju sem enginn veit um þig? Ég er í Zoëga ætt sem er hægt að rekja til Norður Ítalíu, það er meira segja á google! […]

Leikmannakynning: Ingvar Þór Guðjónsson

Ingvar Þór Guðjónsson er næstur í röðinni. Nafn: Ingvar Þór Guðjónsson Staða: Bakvörður Hæð: 188cm Aldur: Aldur er afstæður Er gott að vera á Ásvöllum? Körfuboltalega séð er það mjög fínt, en ég kann þó alltaf betur við Krikann 😉 Segðu frá einhverju sem enginn veit um þig? Það veit enginn að ég hef séð […]

Leikmannakynning: Sævar Ingi Haraldsson

Sævar Ingi Haraldsson er næstur í röðinni Nafn: Sævar Ingi Haraldsson Staða: Númer uno Hæð: 183 cm Aldur: 23 ára ef ég tek frá þessi tvö ár sem ég var ekki í Haukum. Er gott að vera á Ásvöllum? Já, það er hrikalega gott. Segðu frá einhverju sem enginn veit um þig? Ég á í […]

Góður sigur á Snæfelli

Haukar unnu góðan sigur á Snæfelli í Iceland Express deild kvenna í kvöld 70-43. Haukar lögðu grunn að sigrinum í öðrum leikhluta eftir að fyrsti leikhluti var jafn og skemmtilegur. Haukar unnu annan leikhluta 20-7 og skoruðu Snæfellingar 5 stig á síðustu 35 sekúndum leikhlutans. Mynd: stebbi@karfan.is Heather Ezell var stigahæst Haukakvenna með 26 stig […]

Henning: Munum taka vel á móti vinum okkar úr hólminum

Haukar mæta Snæfelli í kvöld á Ásvöllum kl. 19:15 í Iceland Expressdeildinni. Haukasíðan heyrði í Henning Henningssyni þjálfara Haukaliðsins sem er bjartsýnn fyrir kvöldið. Mynd: stefan@haukar.is „Ég var að mörgu leiti nokkuð sáttur við KR leikinn þrátt fyrir tap. Vörnin var til fyrirmyndar á löngum köflum og við erum stöðugt að vinna í að slípa […]

Leikmannakynning: Davíð Páll Hermannsson

Þá er komin röðin að Davíði Páli Hermannssyni. Nafn: Davíð Páll Hermannsson Staða: Mið/framherji Hæð: 196 Aldur: 24 Er gott að vera á Ásvöllum? Já, get ekki sagt annað Segðu frá einhverju sem enginn veit um þig? Stal einu sinni siðasta Big Red tyggjói félaga míns Saknar þú Fjalars? Ætla ekki að láta eins og […]

Leikmannakynning: Kristinn Marinósson

Kristinn Marinósson er næstur. Nafn: Kristinn Marinósson Staða: Bakvörður Hæð: 192cm Aldur: 18 Er gott að vera á Ásvöllum? klikkað! Segðu frá einhverju sem enginn veit um þig? Ég er sá eini sem veit um heimsyfirráðarplan Hauks Óskarssonar og Birgis þórs Halldórssonar Saknar þú Fjalars? Græt mig i svefn á hverju kvöldi:( Hvað er skemmtilegast að […]

Emil Barja valinn maður leiksins

Stuðningsmanna hópurinn Haukar í Horni hafa tekið upp á því að útnefna mann leiksins. Er þetta nýjung á körfuboltaleikjum og verður þetta á hverjum heimaleik hjá strákunum í vetur. Í gærkvöld var Emil Barja valinn maður leiksins en hann kom inn af bekknum með ótrúlega baráttu og endaði leikinn með 11 stig og 5 fráköst. […]