Keflavík með nauman sigur

Haukastelpur töpuðu fyrir Kefavík í gærkvöldi fyrir liði Keflavíkur í Iceland Express-deild kvenna með minnsta mögulega mun. Í lokin munaði aðeins einu stigi, 67-68. Haukar fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokin af línunni en það tókst ekki og Kefavík marði sigur. Með smá heppni hefðu Haukastelpur getað landað sigri en Keflvíkingar reyndust aðeins […]

Tap í Grindavík

Strákarnir í Haukum-b spiluðu sinn þriðja leik í B-liðadeildinni í vetur þegar þeir sóttur UMFG-b heim. Leikurinn sem var jafn allan tímann endaði þó með 17 stiga sigri Grindavík en strákarnir voru inni í þessu þar til í lokin þegar nokkrir þristar flugu hjá heimamönnum. Lokatölur 82-65 fyrir UMFG-b. Stigahæstir í dag voru þeir Gunnar […]

Öruggt í dag – komnir á toppinn

Haukar unnu Þór frá Akureyri í dag 86-61 í 1. deildinni í körfubolta. Með sigrinum eru Haukar komnir á toppinn í deildinni en KFÍ tapaði í kvöld fyrir Skallagrím. Haukar eru á toppnum með 10 stig eftir sex leiki eins og Þór Þ. en þessi lið mætast næsta föstudag á Ásvöllum. KFÍ er svo með […]

Pétur: Áttum engann stjörnuleik gegn ÍA

Haukar mæta liði Þórs frá Akureyri í dag á Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 15:00. Haukar geta plantað sér á topp deildarinnar með sigri en Þórsarar sitja á botni deildarinnar með aðeins einn sigur. Að vanda heyrðum við í Pétri Ingvarssyni þjálfara Haukaliðsins og ræddum við hann um leikinn. „Við þurfum fyrst og fremst að […]

Þægilegur sigur á Akranesi – Sveinn Ómar meiddur

Haukar unnu góðan sigur á ÍA í gærkvöldi í 1. deildinni í körfubolta. Sigur Hauka var ekki nema 16 stig 63-79 en Haukarnir voru miklu sterkari en lokatölur gefa til kynna. Sigurinn var þó dýrkeyptur en Sveinn Ómar Sveinsson puttabrotnaði í leiknum en framherjinn sterki er nýstiginn upp úr meiðslum. Það er ljóst að hann […]

Pétur: Þeir eru kannski á toppnum

Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka var að vonum bragðdaufur eftir leik Hauka og ÍR í Subwaybikarnum í kvöld. ÍR voru betri aðilinn í leiknum þá sérstaklega í seinni hlutanum. Pétur sagði að munurinn á liðunum hafi einfalldlega verið of mikill. „Þeir voru bara miklu betri en við og komu til búnir í þetta, mér fannst við […]

ÍR sigur á Ásvöllum

Í bræðrabyltu kvöldsins var það Jón Arnar Ingvarsson og lærisveinar hans úr ÍR sem fóru með sigur af hólmi í leik Hauka og ÍR í 32-liða úrslitum Subwaybikarsins. ÍR-ingar höfðu sigur 70-94 í leik sem stóð ekki alveg undir væntingum. Sigur ÍR var nokkuð öruggur þrátt fyrir að jafnræði var með liðunum fyrstu 13-14 mínúturnar. […]