Úrslitaleikur um efri hlutan

Haukastelpur leika annað kvöld hreinan úrslitaleik um hvort Haukar eða Keflavík enda í efri hluta deildarinnar þegar henni verður skipt upp en leikurinn er síðasti leikur liðanna í venjulegri deild.Haukar þurfa að sigra með einu stigi eða meira til að tryggja sig í efrihlutann og eru þá komnar með öruggt sæti í úrslitakeppninni. Liðið hefur […]

Haukar í undanúrslit Subwaybikarsins

Haukar unnu góðan sigur á Snæfell í gær í Subwaybikar kvenna í körfubolta. Með sigrinum tryggðu Haukastelpur sér sæti í undanúrslitum ásamt Fjölni, Njarðvík og Keflavík. Sigur Hauka var öruggur og lokatölur leiksins voru 61-84 fyrir Hauka. Stigahæst hjá Haukum var Heather Ezell með 23 stig en hún tók einnig 15 fráköst og gaf 10 […]

Haukastrákar töpuðu

Haukar töpuðu fyrir Val í 1. deidl karla en leikið var á föstudagskvöld. Lokatölur leiksins voru 78-74 Val í vil. Haukar áttu möguleika á að jafna í lokin en það mistókst og Valsmenn fóru með sigur af hólmi. Eftir leikinn eru Haukar í 2. sæti deildarinnar með 18 stig en í efsta sæti er KFÍ […]

Vinna Haukar á Hlíðarenda?

Haukar mæta Valsmönnum í 1. deild karla á morgun föstudag en nokkuð langt er síðan Haukar unnu síðast á Hlíðarenda. Haukar gerðu góða ferð í Borgarnes síðastliðinn föstudag og tilltu sér á topp deildarinnar með 40 stiga sigri á Skallagrími á meðan Valur situr í 4 sæti deildarinnar fjórum stigum á eftir Haukum. Valsmenn hafa […]

Flottur sigur á Njarðvíkingum

Haukastelpur unnu glæstan sigur á Njarðvíkurstúlkum á Ásvöllum í gærkvöldi. Með sigrinum eiga Haukastúlkur ennþá von um að vera í efri hluta deildarinnar þegar henni verður skipt upp en það skýrist þegar Haukar og Keflavík spila hreinan úrslitaleik um hvort liðið fer í þann hluta næstkomandi miðvikudag. Það var mikill hraði í upphafi leiks og […]

Góður sigur á Hlíðarenda

Eins og handboltastelpurnar í Haukum mættu körfuboltastelpurnar Val í gær í Vodafone-höllinni. Var þetta fyrsti leikur stelpnanna á nýju ári í Iceland Express-deildinni. Í fyrsta leikhluta leiddu Valsstúlkur um tíma en að loknum fyrsta leikhluta voru Haukar yfir 12-13. Eftir það létu þær ekki forystuna af hendi og leiddu í hálfleik 23-37 í hálfleik og […]

Sannfærandi í Borgarnesi

Haukar unnu góðan sigur á Skallagrím í kvöld í 1. deild karla í körfubolta. Lokatölur 65-105 fyrir Hauka og gefa lokatölur vel til greina hvernig leikurinn var. Sigur Hauka var aldrei í hættu og voru þeir sterkari á öllum sviðum leiksins. Búist var við jafnari leik fyrir kvöldið enda bæði lið á toppi deildarinnar með […]

Toppslagur í 1. deildinni

Meistaraflokkur Hauka í körfubolta heldur í dag í Borgarnes og leikur við heimamenn í Skallagrím. Um sannkallaðan toppslag er að ræða en liðin eru jöfn í efsta sæti með 16 stig. Leikurinn hefst kl. 19:15 og er von að sem flestir Haukamenn sjái sér fært að mæta og hvetja strákana. Haukar, Skallagrímur og KFÍ eru […]

Kiki Lund til Hauka

Íslandsmeistarar Hauka hafa ákveðið að bæta við sig leikmanni fyrir seinni hluta Iceland Express-deildarinnar. Stúlkan sem mun bætast í hóp Haukanna heitir Kiki Lund og er 26 ára dönsk landsliðkona sem leikið hefur í spænsku deildinni undanfarin ár. Kiki, sem er 181 cm. bakvörður, útskrifaðist úr University of Dayton árið 2008 og hélt beint í […]