Sigurgangan heldur áfram

Sigurganga Hauka heldur áfram er Haukar unnu Snæfell í kvöld á Ásvöllum 71-52. Henning gat leyft sér að spila á öllu liðinu en allir leikmenn liðsins komu inná. Stigahæst hjá Haukum var Heather Ezell með 39 stig en næst henni var Ragna Margrét Brynjarsdóttir með 13 stig. Næsti leikur stelpnanna er næsta þriðjudag gegn Njarðvík. […]

Haukar taka á móti Snæfelli

Nýkrýndir bikarmeistarar Hauka taka á móti Snæfelli í kvöld á Ásvöllum og hefjast leikar kl. 19:15. Haukar hafa nú þegar tryggt sér efsta sæti B-riðils þegar fjögur stig eru eftir í pottinum en enn er óljóst hvaða liði stelpurnar munu mæta í úrslitakeppninni. Baráttan um annað til fjórða sæti í A-riðli er orðin hörku spennandi […]

Fimm Haukastelpur í landsliðin

Mikið er um að vera hjá stelpunum okkar í körfunni en fjórir efstu flokkar Hauka eru nú komnir í úrlit bikarkeppna. Um síðustu helgi vann m.fl. kvenna bikarinn með glæsibrag í Laugardalshöll. Um næstu helgi í Njarðvík munu þrír flokkar Hauka, 10.flokkur, stúlkna- og unglingaflokkur kvenna spila til úrslita í bikarkeppni og vonandi endurtaka leikinn […]

Yfirlýsing frá mfl. kv.

Henning Henningsson, þjálfari mfl. kvenna, sendi heimasíðunni eftirfarandi orð. ,,Ég vill fyrir hönd mfl. kvenna í körfubolta þakka áhorfendum og stuðningsmönnum Hauka fyrir stórkostlegan stuðning í Höllinni sl. laugardag. Það er algjörlega ljóst að án þessa frábæra hóps hefði þessi árangur ekki náðst, straumarnir sem komu úr stúkunni voru þvílíkir að hver og einn leikmaður […]

Haukar bikarmeistarar 2010

Haukar urðu í dag Subwaybikarmeistarar er þær lögðu Keflavík í all svakalegum leik. Lokatölur urðu 83-77 en mestum mun náðu Haukar í fjórða leikhluta þegar þær komust 11 stigum yfir. María Lind Sigurðardóttir var valin maður leiksins og átti hún það svo sannarlega skilið en hún skilað af sér 20 stigum og tók 9 fráköst […]

Henning: Bikarúrslit eru bara einn leikur

Á morgun laugardag er komið að stóru stundinni, jú Haukar spila til úrslita í bikarkeppni KKÍ, Subwaybikarnum, gegn Keflavík. Leikurinn hefst stundvíslega kl. 14:00 og verður leikinn í Laugardalshöll. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að Haukar og Keflavík mætast í úrslitum bikarsins. Leikurinn á morgun verður fimmti leikur liðanna í úrslitum og standa […]

Bikarúrslitaleikir Hauka í gegnum árin

Haukar hafa átt ágætis velgengni að fagna í bikarkeppni KKÍ. Liðið situr í fjórða sæti yfir flesta titla með fjóra en efst á listanum er Keflavík sem á tímabili var í áskrift af þessu titli. Keflavík hefur unnið 11 titla og tvisvar sinnum hefur liðið náð að sigra hann þrisvar eða oftar í röð. Á […]

Bikar upphitun: Sólveig Pálsdóttir

Síðust en ekki síst er Sólveig Pálsdóttir sem ætlar að deila með okkur sinni upplifun að verða bikarmeistari með Haukum. Sólveig varð tvisvar sinnum bikarmeistari með félaginu 1984 og 1992 en seinna árið var hún fyrirliði liðsins. Sólveig deilir hér með okkur árinu 1984. Hvernig upplifun var það að verða bikarmeistari?Það var ofsalega gaman að […]

Haukastelpur í Höllinni undanfarin ár

Haukar mæta Keflavík á laugardag í úrslitum Subwaybikars kvenna. Þrjár Haukastelpur urðu bikarmeistarar með Haukum árið 2007 og ein þeirra var einnig í liði Hauka árið 2005. Heimasíðan kíkti á hvaða stelpur hafa leikið til bikarúrslita sem eru nú í Haukaliðinu. Guðrún Ámundadóttir:Hún var í liðinu árið 2005 og 2007. Hún kom ekki inná árið […]

Bikar upphitun: Guðbjörg Norðfjörð

Guðbjörg Norðfjörð er uppalinn Haukamaður þrátt fyrir að hafa spilað lengst af með liði KR. Árið 1992 spilaði Guðbjörg með Haukaliðinu og varð bikarmeistari með þeim það árið. Guðbjörg deilir hér með okkur hvernig dagurinn var í sínum fyrsta leik í Höllinni. Hvernig upplifun var það að verða bikarmeistari? Var hún eins og þú bjóst […]