Besta íþróttafólk félagsins

Grétar Ari Guðjónsson íþróttamaður Hauka 2019. Mynd: Brynjólfur Jónsson

Þóra Kristín Jónsdóttir íþróttakona Hauka 2019. Mynd: Brynjólfur Jónsson

Á gamlársdag fór fram hin árlega viðurkenningahátíð félagsins þar sem kynnt eru úrslit í kosningu besta íþróttafólks og þjálfara félagsins á árinu 2019.

Auk þess fengu viðurkenningu 112 ungmenni sem tekið hafa þátt í verkefnum sérsambandanna KSÍ, HSÍ, KKÍ og KAÍ árinu 2019.

Besta íþróttakona félagsins var kjörin körfuknattleikskonan Þóra Kristín Jónsdóttir, besti íþróttamaður handknattleiksmaðurinn Grétar Ari Guðjónsson og besti þjálfari Gunnar Magnússon handknattleiksþjálfari.

Gunnar Magnússon þjálfari ársins hjá Haukum árið 2019. Mynd: Brynjólfur Jónsson