Aaron Brown til Hauka

Aaron Brown 1Silfurlið Hauka í Dominos deild karla hefur ráðið í stöðu erlends leikmanns fyrir komandi tímabil í Dominos deildinni, en Aaron Brown hefur skrifað undir samning við liðið.

Aaron Brown kemur frá mjög góðum skóla, St. Josephs sem er í Atantic 10 riðlinum, sem er nokkuð sterkur riðill. St. Josephs unnu Atlantic 10 deildina og komust þar með í úrslitin í háskólaboltanum í fyrra, svokallaða March Madness. Þeir unnu í fyrstu umferðina, 64 liða úrslitun, en töpuðu í annarri umferð á móti sterku liði Oregon.
Aaron var lykilmaður í skólanum og var þriðji stigahæsti leikmaður liðsins en þess má geta að stigahæsti leikmaðurinn (17,4 stig), Deandre Bembry var draftaður nr. 21 af Atlanta Hawks í sumar í NBA.

Aaron var með 10,4 stig, 3,2 fráköst og 1,5 stoðsendingu að meðaltali í leik síðasta vetur.  Hann er 6’5 (195 cm) að stærð og er gríðarlega líkamlega sterkur leikmaður. Hann á að geta leyst margar stöður í vetur. Aaron er forward (3-2)  og getur leyst margar stöður á vellinum og er ætlað að spila stöður 1-4 hjá Haukum í vetur.
Aaron BrownAaron var gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir sinn skóla og tók oft af skarið er á þurfti að halda og sýndi í sínum leikjum að hann væri sigurvegari og gat oft á tíðum leitt liðið sitt áfram er illa gekk.

Haukar vænta mikils af Aaroni en búast má við að hann komi til landsins í byrjun september.

Hægt er að lesa um Aaron Brown á meðfylgjandi link: http://www.sjuhawks.com/ViewArticle.dbml?DB_OEM_ID=31200&ATCLID=209275258

Einnig er hægt að sjá „highlight“ myndband hér: https://www.youtube.com/watch?v=mEvVsQOHcbA

Haukar ætla sér stóra hluti næsta tímabil og hefur liðið verið að taka stórstigum framförum á hverju ári, en á síðasta tímabili spilaði liðið til úrslita við lið KR og tapaði 3-1.
Lið Hauka hefur tekið smá breytingum fyrir komandi tímabil en Kári Jónsson er að fara til USA í skóla og mun spila með Drexel skólanum í Philadelphia og er hinn nýji kani fenginn til að leysa það stóra skarð sem Kári skilur eftir sig í liðinu.
Einnig mun Kristinn Marinósson yfirgefa liðið.

Haukar munu bæta við einum sterkum íslenskum leikmanni í viðbót við liðið og mun það verða tilkynnt fljótlega.  Kristján Leifur Sverrisson er einnig að ná sér af meiðslum, sem héldu honum frá parketinu allt síðasta tímabil en hann má byrja á fullu um miðjan ágúst og má búast við miklu af þessum stóra og sterka framherja.
Það er þvi ljóst að Haukaliðið mun verða sterkt í ár.