Getraunaleikur Hauka 221 hófst síðastliðinn laugardag 21. nóvember. Leikurinn fór vel af stað og nú þegar eru komin yfir 65 lið í keppnina. Hægt er að skrá sig í getraunaleikinn á næsta leikdegi en síðan verður leiknum lokað. Mikil stemming var meðal Haukafélaga sem sjá getraunaleikinn sem frábæran vettvang fyrir stutta samverustund og spjall í góðra vina hópi. Það var sérstök ánægja að sjá Haukafélaga sem ekki hafa komið í húsið lengi. Það voru síðan tvö lið sem voru með 12 rétta í 47 leikviku. Það eru getspekingarnir Bjarni Hafsteinn Geirsson og Gissur Guðmundsson sem eru prímusmótorar í liðunum og hafa þeir þar með tekið forystu í getraunaleiknum. Þess má einnig geta að Gissur keypti sér röð hjá Getraunum og fékk rúmlega 20 þúsund krónur í vinning.