Til okkar stuðningsfólks í Haukum í horni

Kæru vinir, einstöku og dyggu stuðningsmenn í Haukum í horni

Haukar rétt eins og öll önnur íþróttafélög heyja mikinn bardaga ár hvert í sínum rekstri. Reyndar ekki útlit fyrir að sá rekstur breytist og verði því áfram mikill bardagi. Í raun er það svo að undanfarin ár hefur rekstur allra meistaraflokka félagsins verið mjög þungur. Sem betur fer eigum við þó styrkar stoðir fyrir okkar rekstur og ein af þeim eru Haukar í horni sem við öll erum afar þakklát fyrir. Stofnun Hauka í horni, sá einstaki félagsskapur, rekur sig aftur til þess tíma þegar okkar góði vinur Petr Baumruk kom til landsins og lagt var saman í púkk með að fá Petr til Hauka. Öll þekkjum við svo söguna, Petr reyndist Haukum mikill hvalreki og ekki leið á löngu uns titlar fóru á loft.

Eitt er því víst að óhjákvæmlegur fylgifiskur árangurs í íþróttum er fjárhagslegur stuðningur. Hjá okkur í Haukum hefur okkur farnast mjög vel með okkar styrku stoð sem Haukar í horni eru og ekki bara fyrir handboltann heldur einnig körfuboltann og fótboltann. Gríðarlega öflugur bakhjarl og mikilvægt fyrir allt okkar starf á Ásvöllum sem ber að þakka mikið fyrir.

Síðan eins og fyrr segir þá er reksturinn ávallt krefjandi ár eftir ár. Við höfum þó ekkert hækkað iðgjaldið til Hauka í horni undanfarin ár, þrátt fyrir tíðar og miklar verðlagsbreytingar. Þannig að nú er svo komið að við ætlum að fá að stíga varfært skref að við teljum, ef horft er til baka á undanfarin ár og stöðunnar í dag, og þannig fá að breyta iðgjaldinu. Segja má að þessi verðbreyting sé því að dreifast yfir mörg undanfarin ár. Við gerum okkur grein fyrir því að verðbreytingar eru sjaldnast velkomnar en engu að síður þá er það okkar trú og einlæga ósk að verðbreytingin njóti skilings hjá öllu okkar góða stuðningsfólki í Haukum í horni, sjá nánar hér að neðan:

Silfur – einstaklingur  Silfur – Hjón Gull – Einstaklingur Gull – Hjón
Til 30. sept 2025  2,750  4,400  3,550  5,900
Frá 1. okt 2025  2,990  4,900  3,900  6,500

Jafnframt verður boðið upp á nýjar leiðir þ.e. Platinum aðild og svo viljum við líka mæta okkar unga stuðningsfólki og það á sérkjörum. Með þessari nálgun viljum við bæði fá að kalla til þeirra sem geta lagt meira að mörkum ásamt því að mæta okkar góða unga stuðningsfólki sem vill svo mikið styðja félagið sitt Hauka.

Platinum 5,400 (Einstaklingur), 8,900 (Hjón)

Ungmenni (u 25) 1,500 (Einstaklingur) – Gildir eingöngu innan deildar

Ef spurningar vakna vinsamlegast beinið þeim til formanna deildana eða framkvæmdastjóra Hauka

Beztu kveðjur,

Knattspyrnufélagið HAUKAR