Sumaríþróttaskóli Hauka 2023 – opið fyrir skráningar

Opnað hefur verið skráningar í Sumaríþróttaskóla Hauka.

Allar skráningar eru inná Sportabler
https://www.sportabler.com/shop/haukar/sumarskoli

Allar frekari upplýsingar um Sumaríþróttaskólann er hægt að finna hér:

Sumaríþróttaskóli Hauka

Sumaríþróttaskólinn verður með svipuðu sniði og áður. Körfu-, hand- og fótboltaskólinn verða eins og í fyrra en smá breyting er á fjölgreinanámskeiðinu. Í ár er nýtt námskeið sem heitir Leikjaskólinn og er hann svipaður og fjölgreinanámskeiðið var í fyrra. Farið verður í leiki, sundferðir og fleira. Einnig verður að sjálfsögðu Hauka draugahúsið sem hefur verið einn vinsælasti viðburður Sumaríþróttaskólans. Fjölgreinaskólinn verður meira hugsaður að kynna mismunandi íþróttir í félaginu og leyfa iðkendunum að finna eitthvað við sitt hæfi.

Nýtt námskeið er svo í ágúst en það er íþróttaleikskólinn, íþróttaleiksskólinn er fyrir þau börn sem voru að útskrifast úr leikskóla og stefna á að byrja í grunnskóla um haustið (f. 2017). Markmiðið hjá námskeiðinu er að kynna yngstu iðkendum uppá starfsemi félagsins, kynnast Haukasvæðinu og vonandi eignast vini í félaginu. Farið verður í fót, körfu og handbolta ásamt því að fara í fullt af leikjum.

Hádegismatur verður í boði þegar við erum með opið allan daginn en kaupa þarf hann sérstaklega í Sportabler