Pétur: Þeir eru kannski á toppnum

Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka var að vonum bragðdaufur eftir leik Hauka og ÍR í Subwaybikarnum í kvöld. ÍR voru betri aðilinn í leiknum þá sérstaklega í seinni hlutanum. Pétur sagði að munurinn á liðunum hafi einfalldlega verið of mikill.

„Þeir voru bara miklu betri en við og komu til búnir í þetta, mér fannst við alveg vera tilbúnir líka en þeir eru bara betri enda með landsliðsmenn, góðan útlending og góða leikmenn í öllum stöðum. Á meðan við erum ungur og á uppleið þá eru þeir kannski á toppnum.”

„Eiríkur er góður leikmaður og hefur greinilega engu gleymt. Ég veit ekki hvort að við höfum ekki tekið nógu vel á honum eða hann bara svona góður, það er annað hvort. Þeir hittu vel og við illa í þessum leik og ég held að það hafi bara verið málið,” sagði Pétur um innkomu Eiríks Önundarsonar inn í lið ÍR-inga og um hver munurinn hafi verið á liðunum.