Myndir frá Magdeburgar leiknum koma loksins í dag eftir langa bið. Þær eru þó nokkrar þannig að þið takið bara frá einhverjar mínútur í kvöld.
Haukahalarófan er kominn til Spánar og eru í þessum töluðu orðum á leiðinni á hótelið. Hópurinn lagði af stað um sjöleytið í morgun og vonandi koma fréttir og myndir á meðan á ferðinni stendur.
Annars er leikurinn á laugardaginn kl. 15:30 að íslenskum tíma þannig að við hin sem komust ekki með tökum þann tíma frá því leikurinn er auðvitað sýndur beint á {Tengill_19} og byrjar útsendingin kl.15:25.
Að lokum fyrir þá sem ekki hafa tekið eftir því er kominn aragrúi af myndum inn á síðuna hjá okkur og ekki seinna vænna að fletta í gegnum þær. Einnig eru nokkrar athyglisverðar nýjungar komnar á síðuna hjá okkur. Ber þar helst að nefna að nú er hægt að sjá skýrslur leikja þegar farið er inná þá. Sömuleiðis er hægt að sjá árangar einstakra leikmanna þegar þeir eru skoðaðir. Þetta gildir að sjálfsögðu fyrir strákana og stúlkurnar.
Staðan í deildunum er ennþá á sínum stað þ.e. RE/MAX deildunum og auðvitað Meistaradeildinni. Leitina hafa nokkrir prófað en með henni er hægt að leita að orðum í frettagrunninum okkar.