Leikir framundan

Nú fer páskasælunni senn að ljúka og boltinn að rúll aftur. Strákarnir eiga leik strax á morgun, þriðjudag , við GróttuKR á Nesinu kl. 20.00. Við hvetjum alla til að mæta og hrista af sér páskaeggjaátið og sýna líf á pöllunum.
Spennan er svo að fara af stað hjá stelpunum, en úrslitakeppnin byrjar hjá þeim fimmtudaginn 4. apríl, er þær taka á móti Framdömum kl. 20.00 á Ásvöllum í fyrsta leik í 8-liða úrslitum. Annar leikur verður í Framheiminu laugardaginn 6. apríl kl. 14.00 og ef til oddaleiks kemur verður hann á Ásvöllum mánudaginn 8. apríl kl. 20.00. Að sjálfsögðu mæta allir Haukar á leikina hjá stelpunum og hvetja þær alla leið í úrslitin.