Lagt inn í reynslubankann

Björgvin HólmgeirssonBjörgvin Hólmgeirsson og Guðmundur Árni Ólafsson gengu til liðs við Hauka fyrir þetta tímabil auk þess sem Jónatan Jónsson snéri aftur heim. Þessir leikmenn eru að stíga sín fyrstu skref í Evrópukeppninni og leggja því duglega inn í reynslubankann þetta haust þegar hver stórleikurinn rekur annan. Björgvin átti mjög góðan leik gegn FH á dögunum og er sífellt að finna sig betur á miðjunni þar sem hann myndar sóknarpar með Tjörva Þorgeirssyni sem er sömuleiðis að axla meiri ábyrgð á þessu tímabili. Það verður fróðlegt að sjá þá félaga etja kappi við nokkuð hávaxið lið Pler KC frá Ungverjalandi á morgun.