Um helgina fara fram úrtaksæfingar hjá U-17 og U-19 ára kvennalandsliðum Íslands. Ólafur Þór Guðbjörnsson og Þorlákur Árnason þjálfarar liðanna hafa valið hópinn.
Í U-17 eiga Haukar einn fulltrúa en það er Lára Rut Sigurðardóttir.
Æfingarnar fara fram í Kórnum og Reykjaneshöllinni um helgina. Um er að ræða 28 manna hóp sem valinn hefur verið.
Við óskum Láru Rut til hamingju með valið og óskum henni góðs gengis á æfingunum og í framtíðinni.