Kæru Haukamenn!
Nú er Íslandsmótið í knattspyrnu rétt handan við horni. Af því tilefni efnum við til kynningar á liðum okkar í karla og kvennaflokki þriðjudaginn 4.maí klukkan 18:15 í salarkynnum Hauka í Horni að Ásvöllum.
Okkur væri mikill sómi sýndur ef þú sæir þér fært um að mæta. Við ætlum okkur að brýna vopnin og skipuleggja okkur, en fyrst og fremst er ætlunin að hittast og gleðjast yfir þeim tímamótum að nú eigum við bæði karla og kvennalið í efstu deild.
Kynning á liðunum og skráning í Haukar í Horni og forsala á aðgöngumiða hefst á stórleiki sumarsins, Haukar – FH í karlaflokki sem fram fer 16.maí í 2.umferð en það verður fyrsti heimaleikur Hauka í sumar og einnig mun miðinn gilda á fyrsta leik kvennaliðsins gegn Íslandsmeisturunum í Val en sá leikur fer fram 13.maí á Ásvöllum. Eins og fyrr segir, mun miðinn gilda á báða leikina.
Kynning verður á bæði liðunum, þjálfarar munu fara yfir komandi sumar og svo verða spurningar úr sal vel þegnar. Það má svo búast við að tilkynnt verður um að minnsta kosti tvo nýja leikmenn á morgun, en það mun koma allt í ljós.
Eftir þetta væri svo ekki vitlaust að fjölmenna á úrslitaleikinn í handboltanum, en Haukar og Valur eigast við í þriðja leik úrslitarimmunar á morgun klukkan 19:30 að Ásvöllum.
Fjölmennum á Ásvelli á morgun!