Meistaraflokki karla í knattspyrnu er spáð tólfta sæti af þeim tólf liðum sem taka þátt í Pepsi-deildinni í sumar en um spánna sjá sérfræðingar fótbolta.net.
Haukar komust upp í efstu deild á síðustu leiktíð eftir að þeir komu allrækilega á óvart og enduðu í öðru sæti fyrstu deildarinnar. Það er þó ekki talið að þeir geti haldið sér þar lengi og segja menn ástæðuna vera að það skorti leikreynd í hópinn. Andri Marteinsson, þjálfari liðsins, er þó ekki á sama máli og ætlar sér lengra með liðið.
,,Það er nokkuð ljóst að við erum að koma upp úr 1. deildinni og vorum lið númer 2 sem kom þar upp. Eðlilega ætti þessi spá að eiga við, en við ætlum okkur aðra hluti. Það er verðugt verkefni framundan, að afsanna þessa spá þessara ágætu manna sem þarna standa á bakvið og endurspeglar örugglega það sem mörgum öðrum finnst,“ sagði Andri meðal annars við fótbolta.net en allt viðtalið er hægt að sjá á meðfylgjandi slóð fyrir neðan.
Menn telja styrkleika liðsins vera þá að góður mórall sé í hópnum og að meirihluti hópsins hafa spilað saman í dágóðan tíma, sumir þeirra jafnvel í gegnum alla yngri flokkana.
Haukar eiga einnig fyrir höndum erfiða fyrstu leiki gegn tveimur af bestu liðum landsins eða KR í Vesturbænum og svo sannkallaðann Hafnarfjarðarslag gegn FH á Vodafonevellinum þar sem að þeir rauðklæddu munu eiga stúkuna.
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast spánna sjálfa, líka viðtöl við Andra og Guðmund Viðar Mete, varnarmann liðsins. Einnig er hægt að sjá myndband af Hilmari Trausta, miðjumanninum knáa, sem leysir frá skjóðunni um liðsfélaga sína.
Andri Marteinsson í viðtali við fotbolta.net
Viðtalið við Guðmund Viðar Mete
Myndbandið með Hilmari Trausta