Mfl. kk. í körfu er í æfingaferð í Róm. Alls verða spilaðir fjórir leikir á móti mjög sterkum háskólaliðum frá Bandaríkjunum. Strákarnir komu til Rómar á mánudaginn, tóku tvær æfingar á þriðjudag og svo var að klárast ein æfing í morgun.
Fyrsti leikurinn er í kvöld kl. 16:30 að íslenskum tíma og er byrjað á móti gríðarlega góðum sterkum skóla, Marquette. Skólinn hefur í gegnum tíðina skilað nokkrum NBA leikmönnum og þeir frægustu eru Dwane Wade (Miami) og Jimmy Butler (Chicago) og eins kom Doc Rivers frá þessum skóla en hann er þjálfari Clipper í dag. Í skólanum núna eru nokkrir gríðarlega spennandi leikmenn og taldnir framtíðar NBA leikmenn eins og Henry Ellison (nr. 13), en þessi strákur var í topp 10 leikmönnum úr High School.
Einnig er gaman að vita að leikarinn George Clooney kom líka úr þessum skóla, þetta er frétt fyrir stelpurnar.
Á fimmtudag verður síðan leikið við North Dacota, á föstudag á móti Stoney Brooks og svo á sunnudag á móti hinum fræga skóla Georgetown. Nánari fréttir um þá skóla koma á keppnisdegi. Hægt er horfa á leikinn á netinu.
Þetta er jafnframt fyrsti leikur nýja útlendingsins í Haukaliðinu.
Hér er linkur á leikinn okkar gegn Marquette í dag.
Einnig er hægt að fylgjast með ferðinni á snapchat – #haukarnation