Strákarnir fylgdu eftir stórglæsilegri innkomu með magnaðri spilamennsku sem dugði næstum til að vinna eitt af sterkustu handknattleiksliðum heims. Leikurinn við þýska liðið SC-Magdeburg var hin mesta skemmtun frá byrjun til enda og rúmlega það. Strákarnir heldu í þýsku meistarana allan fyrri hálfleikinn og var staðan í hálfleik 18-19 þeim þýsku í vil.
Seinni hálfleikurinn var ekki ósvipaður þeim fyrri, þjóðverjar með forystuna lengst af með þann magnaða leikmann Stefan Kretzchmar í fararbroddi, sem steig varla feilspor. Um miðjan hálfleikinn náðu strákarnir að kreista meira út og hreinlega blómstruðu með dyggum stuðningi áhorfenda, sem sátu þétt á pöllunum að Ásvöllum. Í kjölfarið komu mörk í alls kyns litum og komust þeir yfir 30-29 þegar um 10mín voru eftir. Þýska stálið sá hinsvegar við okkur með smá hjálp kannski og náðu aftur yfirhöndinni og endaði leikurinn 34-37. Þriggja marka tap staðreynd gegn þessu sterka liði en fúlt samt sem áður að ná ekki stigi eða tveim. Ekki ósvipað og í landsleiknum hér um daginn…
Næst er það ferðin til Barcelona. Magdeburg tók þá í síðasta leik, er þá ekki bara málið að vinna á Spáni með dyggum stuðningi 170 Haukamanna og kvenna… 😉