Haukar munu mæta ÍBV í Kórnum næstkomandi laugardag en flautað verður til leiks kl. 16.30. Þetta verður því í annað skiptið sem þessi lið mætast með stuttu millibili en síðast fóru Haukar með 3-2 sigur af hólmi með mörkum frá Arnari Gunnlaugssyni, Hilmari Trausta og Enoki Eiðssyni.
Þetta er fjórði æfingaleikur liðsins og jafnframt sá fyrsti á nýju ári en þeir hafa mikið æft í kringum hátíðirnar til að vera í sem bestu standi fyrir komandi leiktíð. Þá verður Guðjón Pétur Lýðsson ekki með í leiknum en hann er staddur í Danmörku og mun vera þar í mánuð.
Einnig mun Þórhallur Dan sem gekk undir aðgerð fyrir áramót vera frá á laugardaginn en hann hefur verið duglegur í ræktinni og má fara að sprikla í byrjun febrúar.
Þá er bara um að gera að láta sjá sig í Kórnum á laugardaginn kl. 16.30 til að styðja strákana okkar.