Haukamótið í golfi 12. september 2025.


Hið árlega golfmót Hauka verður haldið á Hvaleyrarvelli, föstudaginn 12. september nk.
Opnað verður fyrir skráningu í Golfboxinu kl. 12.00 þann 5. september og lýkur 11.
september kl. 20.00.
Þátttökugjald er kr. 6.000 og greiðist við skráningu. Allir sannir Haukafélagar konur og karlar
hafa þátttökurétt í mótinu.
Keppt verður til verðlauna í eftirfarandi flokkum:
Rauði jakkinn: Punktakeppni með forgjöf, karlar og konur.
Guli boltinn: Punktakeppni með forgjöf. Sigurvegari verður að hafa náð 60 ára aldri á árinu,
konur og karlar.
Haukabikarinn: Höggleikur án forgjafar, karlar og konur.
Fjarðarkaupsverðlaunin: Efstu þrjár konur í höggleik.
Hver og einn keppandi velur sér teig 47-53-57 eftir getu og fær forgjöf á golfvöllinn í
samræmi við það. Aldurstakmark keppenda er 18 ár.
Verðlaunaafhending hefst skömmu eftir að síðasta holl kemur í hús. Nándarverðlaun á öllum
par 3 brautum. Einnig verða dregin út fjölmörg glæsileg verðlaun úr skorkortum við
verðlaunaafhendingu. Fyrir svanga og þyrsta keppendur og aðra gesti er bent á glæsilegan
matseðil í Golfskála Keilis. Sérstakt tilboð verður í veitingasölu Keilis á keppnisdegi. Allir
stuðningsmenn Hauka eru hjartanlega velkomnir að fylgjast með meðan á keppni stendur.
Einungis þeir sem eru með virka WHS forgjöf geta unnið til forgjafarverðlauna. Mótsstjórn
áskilur sér rétt til að leiðrétta leikforgjöf leikmanns þegar sannanir liggja fyrir því að forgjöf
leikmannsins er ekki í samræmi við hans raunverulegu getu. Ef jafnt er í mótslok gildir 5. gr.
móta- og keppendareglna GSÍ. Þó skal ekki fara fram umspil eða bráðabani í keppni án
forgjafar.
Mótsstjórn,
Guðmundur Haraldsson, Ingimar Haraldsson og Sigurgeir Marteinsson