Meistaraflokkur karla þarf að ná sér hratt niður á jörðina eftir góðan sigur á FH um síðustu helgi þvi um helgina mæta þeir sterkur ungversku liði, Pler KC, í tvígang. Báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum, sá fyrri kl. 16:00 á laugardag og síðari leikurinn kl. 18:00 á sunnudag.
Hægt verður að kaupa miða á báða leikina á aðeins 1.500 kr. en almennt verð á hvorn leik er 1.000. kr. Frítt verður inn á báða leikina fyrir Hauka í horni og börn og unglinga sem eru 15 ára og yngri.
Pler KC kemur frá höfuðborg Ungverjalands og er þetta sjötta árið sem liðið tekur þátt í Evrópukeppni. Besti árangur liðsins var að komast í 16-liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða tímabilið 2006-2007. Liðiðer sem stendur í 7.sæti ungversku deildarinnar með 7 stig eftir þrjá sigurleiki, eitt jafntefli og fjögur töp. Liðið tapaði naumlega gegn Dunaferr um síðustu helgi og lék liðið góðan handbolta í þeim leik.
Liðið á leik í kvöld gegn toppliðinu Pick Szeged sem hefur tveggja stiga forskot á Íslandsvinina í Vesprém sem verja annað sætið en þeir máttu þola tap gegn Haukum í Meistaradeildinni í fyrra eins og allir muna.
Stelpurnar spila gegn Stjörnunni á laugardag
Stelpurnar eiga erfiðan leik fyrir höndum á laugardag þegar þær mæta Stjörnunni á útivelli kl. 13:00 (ath. breyttan tíma vegna Evrópuleikja strákanna). Þær þurfa því öflugan stuðning að halda. Þær hafa tapað bæði fryir Fram og Val en unnið KA/Þór í undanförnum leikum auk þess sem þær komust örugglega áfram í bikarnum með sigri á ÍR í gær 15-46.