Grétar Ari kominn heim

Grétar Ari Guðjónsson hefur samið við Hauka og mun hann koma til liðs við félagið áður en keppni í Olísdeildinni hefst að nýju. Grétar Ara, sem verður þrítugur á árinu, þarf vart að kynna fyrir Haukafólki en hann er uppalinn á Ásvöllum og lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Hauka 17 ára gamall árið 2013.

Grétar Ari varð Íslandsmeistari með Haukum 2015 og 2016 og lék svo með Haukum fram til ársins 2020 en seinustu 2 tímabilin var Grétar aðalmarkmaður Hauka og einn af betri markvörðum deildarinnar. Árið 2019 var Grétar meðal annars valinn íþróttamaður Hauka eftir að liðið varð deildarmeistari og tapaði í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn það árið.

Árið 2020 var förinni heitið til Frakklands en þar lék Grétar Ari fyrst með Nice í 2 tímabil í næst efstu deild. Síðan skipti hann yfir í Séléstat og lék með þeim í 2 tímabil í efstu og næst efstu deild áður en hann skipti yfir til Ivry þar sem hann lék í 1 tímabil í efstu deild.

Það sem af er tímabili hefur Grétar Ari leikið fyrir AEK í Grikklandi en kemur núna heima á Ásvelli og klárar tímabilið með Haukum.

Það er ánægjuefni að uppaldir Haukamenn komi heim reynslunni ríkari eftir atvinnumennsku og það er klárt að koma Grétars til Hauka mun styrkja liðið í baráttunni um alla þá tiltla sem í boði eru á tímabilinu. Velkominn heim Grétar!