Fimm frá Haukum í U-17 ára úrtaki KSÍ

HaukarUm nætu helgina fara fram úrtaksæfingar hjá U-17 ára karlalandsliði Íslands. Gunnar Guðmundsson þjálfari liðsins hefur valið hópinn en Gunnar hefur þjálfað U-17 ára landslið Íslands undanfarið ár en áður þjálfaði hann meistaraflokkslið HK í Landsbankadeildinni.

Í U-17 eiga Haukar fimm fulltrúa sem verður að teljast mjög gott en Haukar eiga flesta fulltrúa í hópnum sem í eru 28 leikmenn.

Þeir Haukamenn sem í hópnum eru, eru þeir Magnús Gunnarsson markvörður, Arnar Aðalgeirsson, Gunnar Örvar Stefánsson og Aron Jóhannsson, auk þess eru Þórður Jón Jóhannesson en hann er einn af fjórum öðrum sem fæddir eru 1995.

Æfingarnar fara fram í Fífunni, Kórnum og Egilshölinni um helgina. Á föstudaginn verður tekin hraðamæling en á laugardaginn og sunnudaginn verða venjulegar æfingar.

Við óskum strákunum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis á æfingunum og í framtíðinni.