Á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins er hægt að skoða feril Hauka í Evrópukeppni. Þar má t.d. skoða hversu oft liðið hefur tekið þátt í Evrópukeppni, skoða gömul úrslit auk þess sem hægt er að fá tölfræði um mörk leikmanna o.fl. Að sjálfsögðu er sömuleiðis hægt að afla upplýsinga um andstæðinga Hauka og önnur lið í keppninni. Á síðunni má t.d. sjá að þetta er fjórða árið sem Einar Örn Jónsson tekur þátt í Evrópukeppninni og að hann var með þegar liðið náði þeim árangri að komast í undanúrslit í Evrópukeppni félagsliða vorið 2001.