Emil Barja valinn maður leiksins

Stuðningsmanna hópurinn Haukar í Horni hafa tekið upp á því að útnefna mann leiksins. Er þetta nýjung á körfuboltaleikjum og verður þetta á hverjum heimaleik hjá strákunum í vetur.

Í gærkvöld var Emil Barja valinn maður leiksins en hann kom inn af bekknum með ótrúlega baráttu og endaði leikinn með 11 stig og 5 fráköst. Hlaut Emil málsverð í boði Sbarro og Subway.

Mynd: Emil Barja maður leiksins gegn Val með Samúel Guðmundssyni formanni kkd. Hauka – Gunnar Stefánsson

Einnig var valinn leikmaður síðasta leikjar en þar sem þetta var ekki klárt þegar Haukar mættu Borganesi var hann leystur út með gjafabréfi á Sbarro og Subway í gærkvöld. Helgi Björn Einarsson var maður leiksins gegn Borganesi.


Helgi Björn Einarsson leikmaður fyrsta leiks gegn Skallagrími