Eins og undanfarin ár mun Deildarbikar HSÍ fara fram milli jóla og nýárs, bikarinn fer fram dagana 27. og 28.desember en ekki er enn búið að tilkynna leikstað en undanfarin ár hefur deildarbikarinn farið fram í Laugardalshöllinni. Það var tvísýnt hvort keppnin færi fram í ár en í vikunni var svo tilkynnt að keppnin yrði.
Þar sem úrslitakeppni er eftir deildarkeppnina skiptir deildarbikarinn milli jóla og nýárs litlu sem engu máli.
Aron Kristjánsson, þjálfari meistaraflokks karla hefur sínar skoðanir á deildarbikarnum eins og hver annar og var Aron í viðtali við Sport.is um deildarbikarinn í vikunni.
Aron sér litla ástæðu fyrir því að vera með þessa litlu keppni á þessum tíma ,,Við erum að byrja mótið seint og svo leikum við í einhverjar vikur og svo kemur langt frí. Síðan kemur frí í kringum 10. desember og svo er þetta sett á miklu síðar. Ég hefði viljað fá þennan deildarbikar fyrir mótið eða þá seinna.“ sagði Aron við Sport.is og býst við að gefa eldri leikmönnunum frí frá mótinu og leyfa þeim yngri að spreyta sig,
,,Ég mun nota þessa leiki til að leika fram ungum leikmönnum en gefa eldri leikmönnunum frí,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka, en hægt er að sjá fréttina og viðtalið í heild sinni hér.