Barcelona – Haukar

VÁÁÁÁÁ Barcelona rétt marði jafntefli gegn gífurlega sterku liði Hauka nú rétt í þessu, ótrúlegur leikur þar sem okkar strákar höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn. Birkir Ívar með stórleik ásamt bara öllu liðinu, þvílikt og annað eins. Þeir fylgdu eftir góðum leik hér heima á móti Magdeburg þar sem við vorum grátlega nálægt því að ná stigi eða tveim. Nú náðum við þessu stigi sem við þurftum.

Meira um leikinn seinna í dag og jafnvel myndir.

Barcelona-Haukar

Laugardaginn 10. nóvember klukkan 15:30
Handknattleiksdeild Hauka hefur tekið þá ákvörðun að senda sérlegan fulltrúa deildarinnar til Barcelona til að lýsa leik Barcelona og Hauka beint. Leiknum verður útvarpað á útvarpsstöðinni NÆR á FM 104,5 og að sjálfsögðu á útvarpsstöðinni Útvarp Hafnarfjarðar á FM 91,7.
Leikurinn hefst klukkan 16:30 á Spáni, þannig að lýsingin verður klukkan 15:30 að hafnfirskum tíma.
Við verðum með útvarpið opið á 2.hæðinni Ásvöllum og hlustum á leikinn saman.