Meistaraflokkslið karla og kvenna spáð öðrusæti í Olísdeildinni í vetur.

Í nýbirtum spám fyrir Olísdeildirnar er bæði kvenna- og karlaliði félagsins spáð öðru sæti á komandi keppnistímabili. Þetta endurspeglar sterka stöðu beggja liða í íslenskum handbolta og þær væntingar sem gerðar eru til árangurs þeirra í vetur.

Frá síðasta tímabili hafa orðið breytingar á leikmannahópum, sem gefur bæði leikmönnum og þjálfurum ný tækifæri til að þróa leik liðsins áfram. Það verður því afar spennandi að fylgjast með hvernig þjálfararnir ná að stýra sínum liðum í gegnum veturinn og hvernig liðin spjara sig í deildinni.

Komandi leikir:

Meistaraflokkur karla leikur næst fimmtudaginn 4. september kl. 19:30 á Ásvöllum gegn Aftureldingu.

Meistaraflokkur kvenna hefst leik í deildinni laugardaginn 6. september kl. 14:00 á Ásvöllum þegar liðið mætir ÍR.

Áhorfendur eru hvattir til að fjölmenna á Ásvelli og styðja liðin í upphafi spennandi tímabils.