A-landslið karla

Samkvæmt frétt á hemasíðu HSÍ hefur Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari valið eftirtalda leikmenn í A-landslið karla til þess að fara til Belgíu 23. – 27.maí, en liðið tekur þátt í Flanders Antwerp Handball Cup ásamt Svíþjóð, Júgóslavíu og Dönum.

Markverðir:
Guðmundur Hrafnkelsson, Pallamano Conversano
Bjarni Frostason, Haukar
Birkir Ívar Guðmundsson, Torreviejo

Hornamenn og línumenn:
Jón Karl Björnsson, Haukar
Einar Örn Jónsson, Haukar
Gylfi Gylfason, HSG Düsseldorf
Sigfús Sigurðsson, Valur
Róbert Sighvatsson, HSG Düsseldorf

Útileikmenn:
Dagur Sigurðsson, Wakunaga
Rúnar Sigtryggsson, Haukar
Halldór Sigfússon, KA
Halldór Ingólfsson, Haukar
Heiðmar Felixson, KA
Hilmar Þórlindsson, Modena
Snorri Steinn Guðjónsson, Valur
Gunnar Berg Viktorsson, PSG
Ragnar Óskarsson, Dunkerque

Eftir mótið mun Guðmundur Guðmundsson tilkynna endalegan hóp fyrir leikinn við Makedóníu. Sá hópur fer til Grikklands og leikur æfingaleik við heimamenn 29.maí.