Tilkynning frá Knattspyrnufélaginu Haukum til foreldra og forráðamanna barna sem iðka íþróttir á Ásvöllum sem og allra þeirra sem erindi eiga á svæði félagsins.
Við höfum verulegar áhyggjur af þeirri gríðarlegu umferð sem jafnan er á Ásvöllum og erum stöðugt að leita leiða til að tryggja öryggi vegfarenda, gangandi, hjólandi og akandi.
Við viljum því hvetja ykkur til að sýna tillitsemi og varúð þegar ekið er um á svæði félagsins og leggja skal bifreiðum í sérmerkt bílastæði. Virða ber einnig allar merkingar um gangbrautir og aðkomu sjúkrabifreiða og slökkviliðs.
Ekkert er okkur meira virði og kærar en að huga að heilsu og öryggi barnanna okkar. Við fögnum að sjálfsögðu hversu þróttmikið starf fer fram í okkar frábæra félagi, en það kallar á aðgæslu og tillitsemi á öllu okkar svæði.
Tryggjum öryggi allra á Ásvöllum.
Áfram Haukar!
