Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu er Lengjubikarmeistari!

13122862_10156845927060313_1570125757881533622_oMeistaraflokkur kvenna í Haukum er Lengjubikarmeistari C deildar árið 2016 eftir 2-0 sigur á Keflavík á Ásvöllum í kvöld.

Sigur Hauka var fremur sannfærandi en mörk okkar stúlkna gerðu þær Hildigunnur Ólafsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir.

Nú þurfa stúlkurnar að halda uppteknum hætti í sumar en næsti leikur er gegn Sindra í bikarnum sem fram fer í Hornafirði.

Til hamingju Haukar!