8 liða úrslit bikarsins í kvöld

8 liða úrslit Powerade bikarsins halda áfram í kvöld þegar Haukar mæta Þór Þorlákshöfn í Þorlákshöfn í kvöld kl. 19:15. Nú þegar hafa Tindastóll og Grindavík tryggt sér inn í undanúrslitin og verða það annað hvort sigurvegarinn úr leiknum í kvöld og sigurvegarar úr leik ÍR og Keflavíkur B sem fylgja þeim liðum í undanúrslitin.

Haukar hafa verðugt verkefni fyrir höndum. Þórsarar hafa verið á miklu skriði og eru væntanlega staðráðnir í því að láta Hauka ekki endurtaka leikinn frá því fyrir jól þegar Haukar unnu mjög svo öruggan sigur á Þórsurum í deildinni.

Haukamenn eru hvattir til að rífa fram rauðu bolina og fjölmenna í Glacier höllinni í Þorlákshöfn í kvöld.

Áfram Haukar